Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Valur Páll Eiríksson skrifar 26. febrúar 2025 07:30 Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Víkings. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson kemur meiddur til Víkings en segist þó á töluvert betri stað en hann var þegar hann samdi við Val fyrir tæpum tólf mánuðum síðan. Gylfi hafði ekki mætt á æfingu hjá Víkingi þegar hann var kynntur til leiks hjá liðinu í gær. „Þeir auðvitað voru erlendis í Grikklandi og Finnlandi. Ég meiddist aðeins í leiknum á móti ÍA og búinn að vera smá meiddur síðan. Ég er ekki búinn að hitta þá en geri það seinni partinn núna. Ég er bara spenntur að sjá strákana,“ segir Gylfi í samtali við íþróttadeild. Hann segir meiðsli sín þó ekki alvarleg. „Ég bólgnaði upp í ökklanum eftir ÍA leikinn og hef ekkert getað æft síðan. Ef ég verð ekki kominn á fullt núna á næstu dögum verður það væntanlega bara í æfingaferðinni,“ segir Gylfi. Búinn að vinna mikið í bakvandamálum Þegar Gylfi gekk í raðir Vals í mars í fyrra hafði hann vart spilað fótbolta í tvö ár. Eðlilegt sé að því fylgi meiðslavandræði hér og þar við að byggja sig upp á ný. Bakmeiðsli stríddu honum gott sem allt síðasta tímabil en hann hefur sinnt aukaæfingum af krafti síðustu vikur og segist á töluvert betri stað en fyrir ári síðan. „Ef ég lít til baka, og skoða standið á mér núna miðað við standið á mér þegar ég fer til Vals um miðjan mars. Þá voru bara fimm vikur í mót. Ég hafði eiginlega bara fimm vikur til að æfa frá því að vera í engu standi, og svo beint inn í tímabil,“ segir Gylfi Klippa: Kemur meiddur til Víkings en þó á betri stað en í fyrra „Það er ekki skrýtið að það komu einhver meiðsli. En ég er búinn að vera að vinna og reyna að styrkja þá hluti sem ég var í veseni með á síðasta tímabili, sem var eiginlega bara bakið. Maður veit náttúrulega aldrei, það gæti þess vegna breyst á morgun. Það eru allavega minni líkur á að þetta gerist,“ „Það er allt annað stand á mér núna miðað við þegar ég fór til Vals á síðasta tímabili. Vonandi mun það hjálpa mér á tímabilinu núna,“ segir Gylfi. Spilar ekki leik dagsins Víkingur mætir FH í æfingaleik í Víkinni klukkan 17:00 í dag. Gylfi býst ekki við að spila þann leik. Hann stefni á að koma sér á fullt þegar hann fer með leikmönnum Víkings í æfingaferð til Kanaríeyja í næstu viku. „Ég tel það mjög ólíklegt þar sem ég hef ekkert æft síðan í leiknum á móti ÍA. Ég býst við að taka stöðuna í dag með liðinu og sjúkraþjálfaranum og sjá hvernig ég er. Ef það er allt í lagi bætum við bara í. Það er óþarfi að vera að taka einhverja sénsa núna í febrúar. Ég held við höldum bara áfram að byggja ofan á formið og hvernig mér líður eftir síðustu tvo, þrjá mánuði á undirbúningstímabilinu,“ segir Gylfi. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira
Gylfi hafði ekki mætt á æfingu hjá Víkingi þegar hann var kynntur til leiks hjá liðinu í gær. „Þeir auðvitað voru erlendis í Grikklandi og Finnlandi. Ég meiddist aðeins í leiknum á móti ÍA og búinn að vera smá meiddur síðan. Ég er ekki búinn að hitta þá en geri það seinni partinn núna. Ég er bara spenntur að sjá strákana,“ segir Gylfi í samtali við íþróttadeild. Hann segir meiðsli sín þó ekki alvarleg. „Ég bólgnaði upp í ökklanum eftir ÍA leikinn og hef ekkert getað æft síðan. Ef ég verð ekki kominn á fullt núna á næstu dögum verður það væntanlega bara í æfingaferðinni,“ segir Gylfi. Búinn að vinna mikið í bakvandamálum Þegar Gylfi gekk í raðir Vals í mars í fyrra hafði hann vart spilað fótbolta í tvö ár. Eðlilegt sé að því fylgi meiðslavandræði hér og þar við að byggja sig upp á ný. Bakmeiðsli stríddu honum gott sem allt síðasta tímabil en hann hefur sinnt aukaæfingum af krafti síðustu vikur og segist á töluvert betri stað en fyrir ári síðan. „Ef ég lít til baka, og skoða standið á mér núna miðað við standið á mér þegar ég fer til Vals um miðjan mars. Þá voru bara fimm vikur í mót. Ég hafði eiginlega bara fimm vikur til að æfa frá því að vera í engu standi, og svo beint inn í tímabil,“ segir Gylfi Klippa: Kemur meiddur til Víkings en þó á betri stað en í fyrra „Það er ekki skrýtið að það komu einhver meiðsli. En ég er búinn að vera að vinna og reyna að styrkja þá hluti sem ég var í veseni með á síðasta tímabili, sem var eiginlega bara bakið. Maður veit náttúrulega aldrei, það gæti þess vegna breyst á morgun. Það eru allavega minni líkur á að þetta gerist,“ „Það er allt annað stand á mér núna miðað við þegar ég fór til Vals á síðasta tímabili. Vonandi mun það hjálpa mér á tímabilinu núna,“ segir Gylfi. Spilar ekki leik dagsins Víkingur mætir FH í æfingaleik í Víkinni klukkan 17:00 í dag. Gylfi býst ekki við að spila þann leik. Hann stefni á að koma sér á fullt þegar hann fer með leikmönnum Víkings í æfingaferð til Kanaríeyja í næstu viku. „Ég tel það mjög ólíklegt þar sem ég hef ekkert æft síðan í leiknum á móti ÍA. Ég býst við að taka stöðuna í dag með liðinu og sjúkraþjálfaranum og sjá hvernig ég er. Ef það er allt í lagi bætum við bara í. Það er óþarfi að vera að taka einhverja sénsa núna í febrúar. Ég held við höldum bara áfram að byggja ofan á formið og hvernig mér líður eftir síðustu tvo, þrjá mánuði á undirbúningstímabilinu,“ segir Gylfi.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira