„Ég elska að vera á Íslandi“ Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2025 11:03 Craig Pedersen kallar skipanir í sigrinum gegn Tyrkjum á sunnudag sem skilaði Íslandi á EM í þriðja sinn. vísir/Anton Craig Pedersen er eins og margir aðrir enn í skýjunum eftir að hann stýrði Íslandi inn á lokakeppni EM í körfubolta í þriðja sinn, með sigrinum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Tap hefði getað þýtt kveðjustund og því voru tár á hvarmi enda þykir honum afar annt um Ísland og segir fjölskyldu sína njóta hverrar heimsóknar til landsins. Kanadamaðurinn Pedersen, sem búið hefur í Danmörku um langt árabil, hefur þjálfað Ísland í heil ellefu ár sem er einsdæmi. Hann hefur notið tímans í botn en viðurkennir að ef að leikurinn við Tyrki hefði tapast, og Ísland því ekki komist á EM, þá hefði það mögulega verið hans síðasti leikur sem landsliðsþjálfari Íslands. „Ég velti því aðeins fyrir mér, því þannig er þetta stundum í þjálfun. En sem betur fer unnum við. Ég nýt þess enn mikið sem við erum að gera. Fókusinn núna er ekki á að það sem gerist eftir á heldur á EuroBasket, hvernig við undirbúum okkur og að við náum að spila okkar allra besta leik þar,“ segir Pedersen og vill ekki láta leiða sig út í vangaveltur um það hvort að hann hætti þá eftir Evrópumótið sem fram fer 27. ágúst til 14. september. Vill læra af fyrri mistökum „Ég er ekki viss. Ég hef ekki hugleitt það í þaula. Ég er bara ótrúlega spenntur og ánægður með að við höfum komist á mótið. Leikmennirnir hafa lagt mikla vinnu á sig, í mörg ár, og núna einbeiti ég mér að því með aðstoðarþjálfurunum og Arnari Guðjónssyni [afreksstjóra KKÍ og fyrrverandi aðstoðarmanni Pedersen hjá íslenska landsliðinu og Svendborg í Danmörku] hvernig við getum undirbúið okkur sem best fyrir sumarið, lært af fyrri mistökum og gert hlutina eins vel og hægt er fyrir liðið,“ segir Pedersen. Pedersen á danska konu og tvo stráka, 11 og 15 ára, sem báðir eru á fullu í körfubolta. Yngri strákurinn var sem sagt að fæðast um það leyti sem Pedersen tók við íslenska landsliðinu sem honum er svo annt um: „Ísland á stað í hjarta mér. Ég elska að vera á Íslandi og sumir af mínum bestu vinum eru aðstoðarþjálfararnir og fólkið á skrifstofunni þar sem ég hef starfað með. Mér finnst ég mjög náinn þeim. Fjölskyldan mín kann líka virkilega vel við sig á Íslandi og það hjálpar auðvitað til,“ segir Pedersen sem hefur ítrekað komið með fjölskyldu sína til Íslands á sumrin, í kjölfar heimsókna til Kanada en hann er frá Vancouver á vesturströndinni. Craig Pedersen hefur starfað í þágu íslenska körfuboltalandsliðsins í meira en áratug.vísir/Anton „Erfitt að bera saman kynslóðir“ Ljóst er að spennandi tímar bíða nú Pedersen og lærisveina hans í íslenska landsliðinu sem er mjög breytt frá því sem komst á EM 2015 og 2017. Er liðið sterkara núna? „Þetta er ólíkt lið. Með tilkomu Tryggva gerum við hlutina með gjörólíkum hætti núna. Liðið okkar 2015 og 2017 var frábært, og menn vissu hvernig átti að spila saman, en þetta lið hefur í Martin og Elvari leikmenn sem eru rosalega góðir í að skapa og það sem er frábært er hvað hinir leikmennirnir hafa gert vel í að spila í kringum þá. Við fáum það besta út úr öllum. Það er erfitt að bera saman kynslóðir en leikmenn geta gert sífellt meira og við erum svo heppin að hafa Martin og Elvar sem eru svo góðir í að skapa, ekki bara fyrir sig sjálfa heldur fyrir aðra í liðinu. Þeir eru mjög viljugir til að spila boltanum á meðan að maður sér svona leikmenn hjá öðrum liðum oft frekar búa til eitthvað fyrir sig sjálfa. Þetta gerir þá einstaka. Það finnst öllum gaman að spila með þeim. Auðvitað vilja þeir skora en þeir munu alveg eins gefa boltann ef það hentar liðinu,“ segir Pedersen. Stoltur af því að Ísland sæki ekki ótengda leikmenn í landsliðið Ísland á enn eftir að vinna sinn fyrsta sigur á EM en Pedersen er ekki viss um að það sé líklegra nú en áður: „Auðvitað vonum við það en í hreinskilni sagt er það ekki víst. Nánast hvert einasta lið sem fer á EuroBasket mun styrkjast fyrir mótið með afgerandi hætti, með leikmönnum úr NBA og EuroLeague. Sum fá jafnvel nýja Bandaríkjamenn. Við erum kannski eina liðið sem mun ekki bæta við afgerandi leikmönnum fyrir mótið. Það er stórmál þegar 2-3 leikmenn úr NBA bætast við lið. Við vitum auðvitað ekki hverjum við mætum en við verðum að undirbúa okkur eins vel og við getum og sjá til þess að við komum út úr leikjum með það í huga að við höfum staðið okkur vel. Þá skila úrslitin sér,“ segir Pedersen. Fyrir mörgum hljómar það eflaust frekar undarlega að landslið séu að fá til sín bandaríska leikmenn, eins og raunin þó er: „Ungverjaland var til að mynda með bandarískan leikmann sem hafði aldrei búið í Ungverjalandi eða spilað þar. Þeir bara gáfu honum vegabréf. Það skiptir auðvitað máli þegar verið er að gefa toppleikmönnum úr EuroLeague ríkisborgararétt. Svona virkar þetta ekki á Íslandi og ég er mjög stoltur af því, að við notum bara íslenska, uppalda leikmenn sem náð hafa stórkostlegum árangri.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Sjá meira
Kanadamaðurinn Pedersen, sem búið hefur í Danmörku um langt árabil, hefur þjálfað Ísland í heil ellefu ár sem er einsdæmi. Hann hefur notið tímans í botn en viðurkennir að ef að leikurinn við Tyrki hefði tapast, og Ísland því ekki komist á EM, þá hefði það mögulega verið hans síðasti leikur sem landsliðsþjálfari Íslands. „Ég velti því aðeins fyrir mér, því þannig er þetta stundum í þjálfun. En sem betur fer unnum við. Ég nýt þess enn mikið sem við erum að gera. Fókusinn núna er ekki á að það sem gerist eftir á heldur á EuroBasket, hvernig við undirbúum okkur og að við náum að spila okkar allra besta leik þar,“ segir Pedersen og vill ekki láta leiða sig út í vangaveltur um það hvort að hann hætti þá eftir Evrópumótið sem fram fer 27. ágúst til 14. september. Vill læra af fyrri mistökum „Ég er ekki viss. Ég hef ekki hugleitt það í þaula. Ég er bara ótrúlega spenntur og ánægður með að við höfum komist á mótið. Leikmennirnir hafa lagt mikla vinnu á sig, í mörg ár, og núna einbeiti ég mér að því með aðstoðarþjálfurunum og Arnari Guðjónssyni [afreksstjóra KKÍ og fyrrverandi aðstoðarmanni Pedersen hjá íslenska landsliðinu og Svendborg í Danmörku] hvernig við getum undirbúið okkur sem best fyrir sumarið, lært af fyrri mistökum og gert hlutina eins vel og hægt er fyrir liðið,“ segir Pedersen. Pedersen á danska konu og tvo stráka, 11 og 15 ára, sem báðir eru á fullu í körfubolta. Yngri strákurinn var sem sagt að fæðast um það leyti sem Pedersen tók við íslenska landsliðinu sem honum er svo annt um: „Ísland á stað í hjarta mér. Ég elska að vera á Íslandi og sumir af mínum bestu vinum eru aðstoðarþjálfararnir og fólkið á skrifstofunni þar sem ég hef starfað með. Mér finnst ég mjög náinn þeim. Fjölskyldan mín kann líka virkilega vel við sig á Íslandi og það hjálpar auðvitað til,“ segir Pedersen sem hefur ítrekað komið með fjölskyldu sína til Íslands á sumrin, í kjölfar heimsókna til Kanada en hann er frá Vancouver á vesturströndinni. Craig Pedersen hefur starfað í þágu íslenska körfuboltalandsliðsins í meira en áratug.vísir/Anton „Erfitt að bera saman kynslóðir“ Ljóst er að spennandi tímar bíða nú Pedersen og lærisveina hans í íslenska landsliðinu sem er mjög breytt frá því sem komst á EM 2015 og 2017. Er liðið sterkara núna? „Þetta er ólíkt lið. Með tilkomu Tryggva gerum við hlutina með gjörólíkum hætti núna. Liðið okkar 2015 og 2017 var frábært, og menn vissu hvernig átti að spila saman, en þetta lið hefur í Martin og Elvari leikmenn sem eru rosalega góðir í að skapa og það sem er frábært er hvað hinir leikmennirnir hafa gert vel í að spila í kringum þá. Við fáum það besta út úr öllum. Það er erfitt að bera saman kynslóðir en leikmenn geta gert sífellt meira og við erum svo heppin að hafa Martin og Elvar sem eru svo góðir í að skapa, ekki bara fyrir sig sjálfa heldur fyrir aðra í liðinu. Þeir eru mjög viljugir til að spila boltanum á meðan að maður sér svona leikmenn hjá öðrum liðum oft frekar búa til eitthvað fyrir sig sjálfa. Þetta gerir þá einstaka. Það finnst öllum gaman að spila með þeim. Auðvitað vilja þeir skora en þeir munu alveg eins gefa boltann ef það hentar liðinu,“ segir Pedersen. Stoltur af því að Ísland sæki ekki ótengda leikmenn í landsliðið Ísland á enn eftir að vinna sinn fyrsta sigur á EM en Pedersen er ekki viss um að það sé líklegra nú en áður: „Auðvitað vonum við það en í hreinskilni sagt er það ekki víst. Nánast hvert einasta lið sem fer á EuroBasket mun styrkjast fyrir mótið með afgerandi hætti, með leikmönnum úr NBA og EuroLeague. Sum fá jafnvel nýja Bandaríkjamenn. Við erum kannski eina liðið sem mun ekki bæta við afgerandi leikmönnum fyrir mótið. Það er stórmál þegar 2-3 leikmenn úr NBA bætast við lið. Við vitum auðvitað ekki hverjum við mætum en við verðum að undirbúa okkur eins vel og við getum og sjá til þess að við komum út úr leikjum með það í huga að við höfum staðið okkur vel. Þá skila úrslitin sér,“ segir Pedersen. Fyrir mörgum hljómar það eflaust frekar undarlega að landslið séu að fá til sín bandaríska leikmenn, eins og raunin þó er: „Ungverjaland var til að mynda með bandarískan leikmann sem hafði aldrei búið í Ungverjalandi eða spilað þar. Þeir bara gáfu honum vegabréf. Það skiptir auðvitað máli þegar verið er að gefa toppleikmönnum úr EuroLeague ríkisborgararétt. Svona virkar þetta ekki á Íslandi og ég er mjög stoltur af því, að við notum bara íslenska, uppalda leikmenn sem náð hafa stórkostlegum árangri.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik