„Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 26. febrúar 2025 22:05 Einar Árni Jóhannsson var sáttur með sínar stúlkur eftir sigurinn á Þór Ak. vísir/jón gautur Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í fyrstu umferð efri hluta Bónus deild kvenna í IceMar-höllinni í kvöld. Þessi lið áttust einnig við fyrir viku síðan þar sem Njarðvík hafði betur í síðustu umferð fyrir skiptingu. Þar höfðu Njarðvík betur með tíu stigum en í kvöld bættu þær um betur og höfðu þrettán stiga sigur 93-80. „Ánægður með tvö gríðarlega mikilvæg stig og margt gott í okkar leik í dag,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Sóknarlega vorum við frábærar í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltan ofboðslega vel. Gott jafnvægi inni og úti. Margar að leggja í púkkið. Ég held að við höfum lagt grunninn þar, náðum okkur í þessu 10-12 stig sem að fóru í raun aldrei,“ sagði Einar Árni og hélt áfram. „Seinni hálfleikur byrjaði frábærlega, þær mæta út í tveir, þrír svæði og við leystum það virkilega vel og bjuggum til fullt af sniðskotum og þær hörfuðu frekar snögglega úr svæðinu. Ég myndi segja að þetta svona sóknarlega var virkilega gott. Varnarlega vorum við bara frekar „solid“ fannst mér í dag. Auðvitað á móti svona góðu sóknarliði þá þarftu alltaf að gefa eitthvað upp og [Amandine] Toi var aktív allan tímann og reyndi mikið og gerði á köflum vel. Mér fannst við takmarka aðrar ef Emma er undanskilin sem byrjaði leikinn frábærlega,“ sagði Einar Árni. Það gerist ekki oft í liði Njarðvíkinga að Brittany Dinkins endar ekki stigahæst í þeirra liði en það var raunin í kvöld þegar Paulina Hersler endaði leikinn með 28 stig. „Pau er náttúrulega bara gríðarlega reyndur leikmaður og búin að vera spila á háu leveli á sínum ferli bæði á Ítalíu, Spáni, Tyrklandi og bara feyki öflugur spilari. Hún er ekki að koma okkur á óvart. Hún er virkilega öflug og hún er að skora með bakið í körfuna, hún er að skora af rúlli, hún er að grípa og skjóta og hefur góðan alhliða leik. Hún gefur Emile enn meira svigrúm í sóknarleiknum líka og skotmennirnir okkar eru búnir að öðlast í raun bara stærra og meira líf sömuleiðis. Eins brjálaðslega góð og Brittany er þá líður henni líka vel að hún þarf ekki að vera bera þetta á herðum sér og það hefur ekkert verið í síðustu leikjum og ég held að það verði ekkert og þurfi ekkert,“ Einar Árni talaði um það eftir síðasta leik að Njarðvík færi svolítið undir radarinn í öllu tali um titil baráttu en það er ekki hægt að horfa framhjá þessu Njarðvíkurliði núna. „Ég verð að vera sanngjarn. Fyrir það fyrsta þá breytir Paulina liðinu okkar mikið. Við með hana eða án hennar er nátturlega tvö ólík lið klárlega. Hún og Eygló hækka liðið okkar mikið þannig ég skil alveg að við höfum lengi vel ekki verið í umræðunni. Ég sagði reyndar líka eftir síðasta leik að það væri komið vor en það er ennþá febrúar en það er bara gaman að við séum að ná góðum takti og nú þurfum við bara að fara undirbúa okkur fyrir Keflavík. Þú færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna. Það er svo langt, langt þangað til að sú barátta fer af stað fyrir alvöru,“ sagði Einar Árni Jóhannsson að lokum. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Sjá meira
„Ánægður með tvö gríðarlega mikilvæg stig og margt gott í okkar leik í dag,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Sóknarlega vorum við frábærar í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltan ofboðslega vel. Gott jafnvægi inni og úti. Margar að leggja í púkkið. Ég held að við höfum lagt grunninn þar, náðum okkur í þessu 10-12 stig sem að fóru í raun aldrei,“ sagði Einar Árni og hélt áfram. „Seinni hálfleikur byrjaði frábærlega, þær mæta út í tveir, þrír svæði og við leystum það virkilega vel og bjuggum til fullt af sniðskotum og þær hörfuðu frekar snögglega úr svæðinu. Ég myndi segja að þetta svona sóknarlega var virkilega gott. Varnarlega vorum við bara frekar „solid“ fannst mér í dag. Auðvitað á móti svona góðu sóknarliði þá þarftu alltaf að gefa eitthvað upp og [Amandine] Toi var aktív allan tímann og reyndi mikið og gerði á köflum vel. Mér fannst við takmarka aðrar ef Emma er undanskilin sem byrjaði leikinn frábærlega,“ sagði Einar Árni. Það gerist ekki oft í liði Njarðvíkinga að Brittany Dinkins endar ekki stigahæst í þeirra liði en það var raunin í kvöld þegar Paulina Hersler endaði leikinn með 28 stig. „Pau er náttúrulega bara gríðarlega reyndur leikmaður og búin að vera spila á háu leveli á sínum ferli bæði á Ítalíu, Spáni, Tyrklandi og bara feyki öflugur spilari. Hún er ekki að koma okkur á óvart. Hún er virkilega öflug og hún er að skora með bakið í körfuna, hún er að skora af rúlli, hún er að grípa og skjóta og hefur góðan alhliða leik. Hún gefur Emile enn meira svigrúm í sóknarleiknum líka og skotmennirnir okkar eru búnir að öðlast í raun bara stærra og meira líf sömuleiðis. Eins brjálaðslega góð og Brittany er þá líður henni líka vel að hún þarf ekki að vera bera þetta á herðum sér og það hefur ekkert verið í síðustu leikjum og ég held að það verði ekkert og þurfi ekkert,“ Einar Árni talaði um það eftir síðasta leik að Njarðvík færi svolítið undir radarinn í öllu tali um titil baráttu en það er ekki hægt að horfa framhjá þessu Njarðvíkurliði núna. „Ég verð að vera sanngjarn. Fyrir það fyrsta þá breytir Paulina liðinu okkar mikið. Við með hana eða án hennar er nátturlega tvö ólík lið klárlega. Hún og Eygló hækka liðið okkar mikið þannig ég skil alveg að við höfum lengi vel ekki verið í umræðunni. Ég sagði reyndar líka eftir síðasta leik að það væri komið vor en það er ennþá febrúar en það er bara gaman að við séum að ná góðum takti og nú þurfum við bara að fara undirbúa okkur fyrir Keflavík. Þú færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna. Það er svo langt, langt þangað til að sú barátta fer af stað fyrir alvöru,“ sagði Einar Árni Jóhannsson að lokum.
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik