„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. mars 2025 09:32 Sammy Smith, leikmaður Breiðabliks, kann vel við sig á Íslandi og hlakkar til sumarsins. Vísir/Bjarni Sammy Smith átti stóran hlut í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta síðasta sumar. Hún hafnaði fjölda tilboða frá Evrópu til að halda föstu fyrir í Kópavogi og kveðst elska Íslands, þrátt fyrir veðrið. „Ég er svo ánægð að vera komin aftur. Ég er klár í að hefja þetta tímabil,“ segir Smith í samtali við íþróttadeild. Hún kom til landsins í vikunni eftir að hafa verið á flakki frá því að síðasta tímabil kláraðist í október. „Ég reyndi að kúpla mig aðeins út og eyða tíma með mínu nánasta fólki en ég æfði líka og sinnti undirbúningi fyrir það að koma aftur,“ segir Smith sem gat einnig ferðast um Evrópu. „Ég fór til Danmerkur, Skotlands og svo fórum við í liðsferð eftir leiktíðina til Varsjá. Það var gott til að hrista liðið saman,“ segir Smith sem stefnir á að ferðast meira um álfuna í sumar ef tækifæri býðst. Ein sú besta í Bestu Smith kom til Íslands síðasta vetur er hún skoraði 15 mörk í 14 deildarleikjum fyrir FHL í Lengjudeildinni. Breiðablik klófesti hana um mitt sumar og óhætt er að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í Bestu deildina. Smith skoraði níu mörk og lagði upp fimm í aðeins sjö leikjum og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Blikakvenna. Það vakti eðlilega athygli og áhuga annarra liða. Smith hafnaði tilboðum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi til að halda föstu fyrir í Kópavogi. „Ég hafnaði þónokkrum liðum. En mér fannst rétt í stöðunni að koma aftur fyrir heila leiktíð, ég var bara hérna í nokkra mánuði í fyrra. Að koma aftur og geta eytt öllu sumrinu með þeim er mjög spennandi,“ segir Smith. Þú saknaðir væntanlega veðursins? „Ó, já, alveg klárlega,“ segir Smith kímin í viðtalinu við vindasamar aðstæður. Það var tekið upp í stuttu hléi á haglélinu sem lét á sér kræla á höfuðborgarsvæðinu í gær. „En það er í sannleika sagt svipað því sem er heima. Þetta er ekki hræðilegt. Fjölskyldan spurði mig einmitt hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land til að spila í. En ég bara elska Ísland,“ segir Smith hlægjandi. Fleiri en ein matvörubúð Líkt og áður segir bjó Smith á Austurlandi stóran hluta síðasta árs er hún spilaði með liði FHL. Það var ákveðin breyting að flytja í bæinn. „Allt í einu hafði maður staði til að fara á, það er meira en ein matvörubúð og meira ein meginbygging fyrir allan bæinn, sem er gott. Ég hef getað skoðað borgina aðeins og prófa nýja matarstaði og svona. En mér líður vel í borginni, ég sakna Austurlands vegna þess að það er svo fallegt, en mér líður vel hér,“ segir Smith. Markmiðin eru þá skýr fyrir komandi sumar. „Við viljum vinna aftur. Við viljum halda skildinum hérna,“ segir Smith. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Elskar Ísland og fer ekki fet Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira
„Ég er svo ánægð að vera komin aftur. Ég er klár í að hefja þetta tímabil,“ segir Smith í samtali við íþróttadeild. Hún kom til landsins í vikunni eftir að hafa verið á flakki frá því að síðasta tímabil kláraðist í október. „Ég reyndi að kúpla mig aðeins út og eyða tíma með mínu nánasta fólki en ég æfði líka og sinnti undirbúningi fyrir það að koma aftur,“ segir Smith sem gat einnig ferðast um Evrópu. „Ég fór til Danmerkur, Skotlands og svo fórum við í liðsferð eftir leiktíðina til Varsjá. Það var gott til að hrista liðið saman,“ segir Smith sem stefnir á að ferðast meira um álfuna í sumar ef tækifæri býðst. Ein sú besta í Bestu Smith kom til Íslands síðasta vetur er hún skoraði 15 mörk í 14 deildarleikjum fyrir FHL í Lengjudeildinni. Breiðablik klófesti hana um mitt sumar og óhætt er að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í Bestu deildina. Smith skoraði níu mörk og lagði upp fimm í aðeins sjö leikjum og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Blikakvenna. Það vakti eðlilega athygli og áhuga annarra liða. Smith hafnaði tilboðum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi til að halda föstu fyrir í Kópavogi. „Ég hafnaði þónokkrum liðum. En mér fannst rétt í stöðunni að koma aftur fyrir heila leiktíð, ég var bara hérna í nokkra mánuði í fyrra. Að koma aftur og geta eytt öllu sumrinu með þeim er mjög spennandi,“ segir Smith. Þú saknaðir væntanlega veðursins? „Ó, já, alveg klárlega,“ segir Smith kímin í viðtalinu við vindasamar aðstæður. Það var tekið upp í stuttu hléi á haglélinu sem lét á sér kræla á höfuðborgarsvæðinu í gær. „En það er í sannleika sagt svipað því sem er heima. Þetta er ekki hræðilegt. Fjölskyldan spurði mig einmitt hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land til að spila í. En ég bara elska Ísland,“ segir Smith hlægjandi. Fleiri en ein matvörubúð Líkt og áður segir bjó Smith á Austurlandi stóran hluta síðasta árs er hún spilaði með liði FHL. Það var ákveðin breyting að flytja í bæinn. „Allt í einu hafði maður staði til að fara á, það er meira en ein matvörubúð og meira ein meginbygging fyrir allan bæinn, sem er gott. Ég hef getað skoðað borgina aðeins og prófa nýja matarstaði og svona. En mér líður vel í borginni, ég sakna Austurlands vegna þess að það er svo fallegt, en mér líður vel hér,“ segir Smith. Markmiðin eru þá skýr fyrir komandi sumar. „Við viljum vinna aftur. Við viljum halda skildinum hérna,“ segir Smith. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Elskar Ísland og fer ekki fet
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Sjá meira