Handbolti

„Hvort við segjum núna titilinn eða titt­linginn, ég veit það ekki“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Breki Hrafn fagnar ásamt Tryggva Garðari Jónssyni í leikslok.
Breki Hrafn fagnar ásamt Tryggva Garðari Jónssyni í leikslok. Vísir/Anton Brink

„Vá, þetta er besta tilfinning ever. Geggjað hvernig við komum í leikinn, byrjuðum á að vinna leikinn á fimmtudag gegn Aftureldingu. Mæta síðan hér á móti hörkuliði Stjörnunnar og það er geðveikt að enda sem sigurvegari eftir þetta allt saman,“ sagði Breki Hrafn Árnason markvörður Fram eftir sigurinn gegn Stjörnunni í úrslitaleik Powerade-bikarsins.

Breki Hrafn sat á bekknum í fyrri hálfleik og horfði á kollega sinn Arnór Mána Daðason verja vel í marki Fram. Hann kom síðan inná í seinni hálfleiknum og gerði vel. Hann sagði að það gæti verið erfitt að sitja lengi og eiga svo að mæta á völlinn og standa sig.

„Þetta getur verið krefjandi. Eins og ég sagði í viðtali um daginn að á meðan stúkan er svona þá er þetta ekkert mál.“

Stuðningsmenn Fram sungu um Breka Hrafn í leiknum og eftir leik og vísuðu í ansi skondin mismæli hans í viðtali á RÚV eftir leik Fram og Aftureldingar á fimmtudag. 

„Þetta var geðveikt, ég hef bara gaman af þessu. Ætli maður verði ekki bara að „owna þetta“. Hvort við segjum núna titilinn eða tittlingin, ég veit það ekki,“ sagði Breki hlæjandi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×