Sport

Dag­skráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir og félagar í Valsliðinu mæta norður í dag og leikur þeirra verður sýndur beint.
Fanndís Friðriksdóttir og félagar í Valsliðinu mæta norður í dag og leikur þeirra verður sýndur beint. Vísir/Pawel

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á laugardögum.

Tveir leikir verða sýndir beint úr Lengjubikar kvenna í fótbolta en nú styttist í að íslensku deildirnar fari af stað.

Við sjáum Stólana taka á móti Þróttarakonum og svo tekur Þór/KA á móti Val fyrir norðan.

Það verða einnig sýndir tveir leikir beint úr ensku b-deildinni sem og leikur úr þýsku deildunum.

Annar þeirra er leikur Íslendingaliðsins Fortuna Düsseldorf á útivelli á móti Hamburger. Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson spila með Düsseldorf.

NBA leikur kvöldsins er leikur Charlotte Hornets og Brooklyn Nets.

Það verður einnig sýnd frá þremur golfmótum, aksturskeppninni Nascar Xfinity og frá leik í NHL-deildinni í íshokkí.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 16.50 hefst útsending frá leik Þór/KA og Vals í Lengjubikar kvenna í fótbolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 23.00 hefst útsending frá leik Charlotte Hornets og Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 07.00 hefst útsending frá Women's Amateur Asia-Pacific Championship í golfi.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 04.00 hefst útsending frá Blue Bay á LPGA mótaröðinni í golfi.

Klukkan 10.30 hefst útsending frá Joburg Open golfmótinu á DP World Tour.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 14.50 hefst útsending frá leik Tindastóls og Þróttar í Lengjubikar kvenna í fótbolta.

Vodafone Sport

Klukkan 12.25 hefst útsending frá leik Coventry og Stoke í ensku b-deildinni í fótbolta.

Klukkan 14.55 hefst útsending frá leik Derby og Blackburn í ensku b-deildinni í fótbolta.

Klukkan 17.25 hefst útsending frá leik Freiburg og RB Leipzig í þýsku deildinni í fótbolta.

Klukkan 19.25 hefst útsending frá leik Hamburger og Fortuna Düsseldorf í þýsku b-deildinni í fótbolta.

Klukkan 21.55 hefst útsending frá Nascar Xfinity akturskeppninni.

Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik Colorado Avalanche og Toronto Maple Leafs í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×