Fótbolti

Liðslæknir Barcelona lést ó­vænt og leik kvöldsins frestað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ekki er vitað hvenær leikurinn fer fram.
Ekki er vitað hvenær leikurinn fer fram. ergio Ros de Mora / Getty Images

Leik Barcelona og Osasuna í La Liga, efstu deild karla í spænsku knattspyrnunni, var frestað eftir að Carles Minarro Garcia – liðslæknir Barcelona – lést í kvöld.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Barcelona birti á samfélagsmiðlum sínum. Upphaflega var leiknum frestað um 20 mínútur en síðar var staðfest að ekki yrði spilað í kvöld.

Í yfirlýsingu Barcelona segir að Garcia hafi látist í kvöld og því sé leiknum gegn Osasuna frestað um óákveðinn tíma. Félagið sendir þá fjölskyldu og vinum Garcia sínar dýpstu samúðarkveðjur.

Barcelona er sem stendur á toppi La Liga með 57 stig, stigi meira en Atlético Madríd og þremur meira en Spánarmeistarar Real Madríd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×