Íslenski boltinn

FH sækir liðs­styrk út fyrir land­steinana

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
FH hefur fengið tvær nýjar til liðs við sig.
FH hefur fengið tvær nýjar til liðs við sig. Vísir/Hulda Margrét

FH hefur sótt tvo erlenda leikmenn fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna í fótbolta. Þær heita Deja Jaylyn Sandoval og Maya Lauren Hansen.

Sú fyrrnefnda, Sandoval, þekkir til hér á landi eftir að spila með FHL í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Þessi 23 ára gamli bandaríski varnarmaður átti sinn þátt í að FHL er komið upp í Bestu deildina í fyrsta sinn. Alls lék hún 18 leiki í Lengjudeildinni og skoraði tvö mörk.

Hansen kemur frá Bandaríkjunum þar sem hún lék með Iowa-háskólanum. Áður lék hún fyrir háskólann í South Dakota þar sem hún raðaði inn mörkum.

FH mætir Val á Hlíðarenda í 1. umferð Bestu deildar kvenna þann 16. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×