Erlent

Tveir ung­lingar hand­teknir í Glas­gow grunaðir um morð

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Amen Teklay, 15 ára.
Amen Teklay, 15 ára. Lögreglan Skotlandi

Tveir unglingar hafa verið handteknir í Glasgow grunaðir um að hafa myrt Amen Teklay, fimmtán ára dreng.

Samkvæmt Sky fannst Amen með alvarlega áverka á Clarendon Street seint á miðvikudaginn. Lögregla og sjúkraliðar úrskurðuðu drenginn látinn á vettvangi.

Drengirnir sem grunaðir eru um verknaðinn eru fjórtán og fimmtán ára.

Lögregluyfirvöld í Skotlandi rannsaka málið sem morð.

Yfirlögregluþjónn lögreglunnar Skotlandi biðlar til fólks í nágrenninu að skoða gögn úr dyrabjöllumyndavélum, akstursmyndavélum og öðrum öryggismyndavélum til að athuga hvort eitthvað sjáist til strákanna.

Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×