Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar 8. mars 2025 15:02 Ég hef þungar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. Alltof oft berast fréttir af sjálfsvígum, alvarlegri vanlíðan og jafnvel ofbeldisbrotum sem rekja má að miklu leyti til vanrækslu á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarlegt mál sem kallar á tafarlausar aðgerðir og raunverulega forgangsröðun í samfélaginu. Skortur á úrræðum er lífshættulegur Sársauki þeirra sem missa ástvini sína til sjálfsvígs er ómælanlegur. Rannsóknir sýna að skortur á geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, takmarkaður stuðningur í skólum og langir biðlistar geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Hættan er ekki aðeins sú að einstaklingar beini vanlíðan sinni að sjálfum sér, heldur einnig að öðrum ef ekki er gripið til úrræða í tæka tíð. Við búum í samfélagi þar sem það getur tekið mánuði, jafnvel ár, að komast að í viðeigandi meðferð. Þetta er óásættanlegt. Þunglyndi faraldur samtímans Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst þunglyndi sem faraldri samtímans. Þá er ljóst að Covid-faraldurinn hafði djúpstæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Einangrun, takmarkað félagslíf og óvissa um framtíðina urðu til þess að kvíði, þunglyndi og sjálfskaðandi hegðun jókst til muna. Unga fólkið okkar hefur reynt að leita sér hjálpar hjá skólahjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og á heilbrigðisstofnunum, en kerfið nær ekki að bregðast nægilega vel við. Það er því brýnt að grípa til aðgerða og tryggja að geðheilbrigðisþjónusta verið aðgengileg, skilvirk og byggð á bestu þekkingu hverju sinni. Án tafarlausra aðgerða er hætta á að heil kynslóð beri afleiðingar vanrækslu samfélagsins með sér út lífið. Stefna án framkvæmda er gagnslaus Þingsályktun um geðheilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030 var samþykkt árið 2022 og setur skýra framtíðarsýn um eflingu geðheilbrigðisþjónustu. En stefnan ein og sér er lítils virði ef hún er ekki studd með fjármagni og skipulagðri framkvæmd. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, stytta biðlista barna og tryggja fjármagn í meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda. Það sama á við um þessi loforð, þau eru ónýt ef ekki er farið í raunverulegar aðgerðir. Enginn í samfélaginu á að líða fyrir skort á úrræðum þegar kemur að andlegri heilsu. Það er því tímabært að sýna í verki að geðheilbrigðismál eru ekki jaðarmál heldur forgangsmál í íslensku samfélagi. Það verður ekki gert með loforðum einum saman, heldur með raunverulegum aðgerðum og fjárveitingum sem tryggja öllum aðgang að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag eða búsetu. Aðgerðir sem settar af stað í dag munu kosta samfélagið minna en skeytingarleysi sem leiðir til verri afleiðinga á morgun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Ég hef þungar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. Alltof oft berast fréttir af sjálfsvígum, alvarlegri vanlíðan og jafnvel ofbeldisbrotum sem rekja má að miklu leyti til vanrækslu á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarlegt mál sem kallar á tafarlausar aðgerðir og raunverulega forgangsröðun í samfélaginu. Skortur á úrræðum er lífshættulegur Sársauki þeirra sem missa ástvini sína til sjálfsvígs er ómælanlegur. Rannsóknir sýna að skortur á geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, takmarkaður stuðningur í skólum og langir biðlistar geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Hættan er ekki aðeins sú að einstaklingar beini vanlíðan sinni að sjálfum sér, heldur einnig að öðrum ef ekki er gripið til úrræða í tæka tíð. Við búum í samfélagi þar sem það getur tekið mánuði, jafnvel ár, að komast að í viðeigandi meðferð. Þetta er óásættanlegt. Þunglyndi faraldur samtímans Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst þunglyndi sem faraldri samtímans. Þá er ljóst að Covid-faraldurinn hafði djúpstæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Einangrun, takmarkað félagslíf og óvissa um framtíðina urðu til þess að kvíði, þunglyndi og sjálfskaðandi hegðun jókst til muna. Unga fólkið okkar hefur reynt að leita sér hjálpar hjá skólahjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og á heilbrigðisstofnunum, en kerfið nær ekki að bregðast nægilega vel við. Það er því brýnt að grípa til aðgerða og tryggja að geðheilbrigðisþjónusta verið aðgengileg, skilvirk og byggð á bestu þekkingu hverju sinni. Án tafarlausra aðgerða er hætta á að heil kynslóð beri afleiðingar vanrækslu samfélagsins með sér út lífið. Stefna án framkvæmda er gagnslaus Þingsályktun um geðheilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030 var samþykkt árið 2022 og setur skýra framtíðarsýn um eflingu geðheilbrigðisþjónustu. En stefnan ein og sér er lítils virði ef hún er ekki studd með fjármagni og skipulagðri framkvæmd. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, stytta biðlista barna og tryggja fjármagn í meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda. Það sama á við um þessi loforð, þau eru ónýt ef ekki er farið í raunverulegar aðgerðir. Enginn í samfélaginu á að líða fyrir skort á úrræðum þegar kemur að andlegri heilsu. Það er því tímabært að sýna í verki að geðheilbrigðismál eru ekki jaðarmál heldur forgangsmál í íslensku samfélagi. Það verður ekki gert með loforðum einum saman, heldur með raunverulegum aðgerðum og fjárveitingum sem tryggja öllum aðgang að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag eða búsetu. Aðgerðir sem settar af stað í dag munu kosta samfélagið minna en skeytingarleysi sem leiðir til verri afleiðinga á morgun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun