Innlent

Niður­staða mögu­lega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður fjallað um ÍL-sjóðinn og samkomulag sem skýrt var frá í morgun og varðar uppgjör á sjóðnum en málið hefur verið þrætuepli á milli ríkisins og lífeyrissjóða landsins síðustu misserin.

Einnig fjöllum við um banaslys í umferðinni en þau eru nú orðin fjögur það sem af er ári, og þrjú þeirra komu með afar skömmu millibili. Við ræðum við deildarstjóra hjá Samgöngustofu en banaslysum hefur fjölgað síðustu ár þvert á markmið. 

Einnig fjöllum við áfram um launamál borgarstjóra og heyrum í verðandi forsætisráðherra Kanada.

Í sport pakka dagsins er fjallað um handboltann þar sem línurnar eru farnar að skýrast og þá er Albert Guðmundsson hrokkinn í gang að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×