Sport

Dag­skráin: Evrópu­kvöld á Anfi­eld og fjögur fara á­fram í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah, Dominik Szoboszlai og félagar þeirra í Liverpool unnu fyrri leikinn 1-0 og eru á heimavelli á Anfield í kvöld.
Mohamed Salah, Dominik Szoboszlai og félagar þeirra í Liverpool unnu fyrri leikinn 1-0 og eru á heimavelli á Anfield í kvöld. AP/Dave Thompson

Það er fullt af beinum útsendingum á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á þriðjudögum

Þetta er risakvöld í Meistaradeild Evrópu í fótbolta en fjögur lið geta þá tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum í kvöld.

Stórleikur kvöldsins í Meistaradeildinni er án efa seinni leikur Liverpool og Paris Saint Germain á Anfield í Liverpool.

Það er líka mikil spenna í seinni leik Barcelona og Benfica og þá fer einnig fram seinni leikur Bayer Leverkusen og Bayern München sem og seinni leikur Internazionale og Feyenoord.

Extra þáttur Bónus deildar karla er á dagskrá og tveir leikir verða sýndir beint í Bónus deild kvenna í körfubolta. Báðir eru þeir í æsispennandi neðri hluta deildarinnar þar sem barist er um sæti í úrslitakeppninni.

Einnig verður sýnt frá NHL-deildinni í íshokkí.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Tindastóls og Grindavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Klukkan 21.15 hefst Extra þáttur Bónus deildar karla í körfubolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.25 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta.

Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Bayer Leverkusen og Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Klukkan 22.00 hefjast Meistaradeildarmörkin þar sem farið er yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Internazionale og Feyenoord í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Vodafone Sport

Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik Barcelona og Benfica í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Liverpool og Paris Saint Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik Boston Bruins og Florida Panthers í NHL-deildinni í íshokkí.

Bónus deildar rásin

Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Aþenu og Stjörnunnar í Bónus deild kvenna í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×