Skoðun

Flosa sem for­mann

Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar

Við félagar í VR erum að kjósa nýja stjórn og formann félagsins. Mikið af góðu fólki býður sig fram og úr vöndu er að ráða.

Ég hef ákveðið að kjósa Flosa sem formann VR og hvet aðra til hins sama. Ástæðan fyrir því að ég kýs Flosa, er að ég þekki mannkosti hans og treysti honum manna best til að gegna þessu starfi. Hann hefur margþætta þekkingu á atvinnulífinu, frá ólíkum hliðum, og ég veit að það mun gagnast honum vel í starfi sem formaður stærsta stéttarfélags landsins.

Flosi er mikill félagi og innan íþróttahreyfingarinnar hefur hann unnið mörg mikilvæg störf og það vitum við sem þekkjum til. Honum er lagið að leiða mál til lykta og sameina ólík sjónarmið, svo úr komi skynsamleg niðurstaða.

Einmitt það eru eiginleikar sem við þurfum í forystu VR. Ég vil Flosa Eiríksson sem formann VR.

Höfundur er félagi í VR.




Skoðun

Sjá meira


×