Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2025 15:12 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að þjóðsöngur Kanada yrði áfram sunginn víða, eftir að Bandaríkin innlima nágranna sína. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að setja fimmtíu prósent tolla á stál og ál sem flutt er til landsins frá Kanada. Hótar hann viðbrögðum sem lesið verði um í sögubókum framtíðarinnar. Hann segir það besta sem Kanadamenn geti gert vera að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Upprunalega ætlaði Trump að setja 25 prósent tolla á þessar vörur en hefur frestað því tvisvar sinnum. Í dag lýsti hann því svo yfir á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, að hann hefði skipað viðskiptaráðherra sínum að hækka tollana um 25 prósent til viðbótar og láta þá taka gildi á morgun. Trump sagði gera þetta vegna þess að Kanada að forsætisráðherra Ontario-fylkis hefði sett 25 prósenta viðbótargjald á rafmagn sem íbúar þriggja ríkja Bandaríkjanna kaupa þaðan. Í annarri færslu sakar Trump Kanadamenn um mikla lágkúru þar sem þeir noti rafmagn, sem hafi áhrif á líf saklauss fólks, til að þrýsta á Bandaríkin. „Þeir munu gjalda svo mikið fyrir þetta að lesið verður um það í sögubókum til margra ára.“ Forsetinn sagði einnig að lækki Kanadamenn ekki þetta gjaldi verði einnig settir tollar á bíla og tengda íhluti frá Kanada þann 2. apríl. Trump segir að það muni svo gott sem gera út af við bílaiðnaðinn í Kanada, sem er mjög samofinn iðnaðinum í Bandaríkjunum. Hagsmunasamtök álframleiðenda í Kanada segja að um 75 prósent áls sem Bandaríkjamenn flytji inn komi frá Kanada. Hann hélt því einnig aftur fram að Bandaríkin niðurgreiddu Kanada einhvern veginn og að ríkið reiddi sig á varnir Bandaríkjanna. Sjá einnig: Ítrekar að honum er alvara um Kanada Þá sagði hann það besta sem Kanadamenn gætu gert væri að leyfa Bandaríkjunum að innlima ríkið og gera það að 51. ríki Bandaríkjanna. Þessu hefur hann ítrekað haldið fram og ráðamenn í Kanada segja að honum sé alvara. Hann vilji eignast Kanada og ætli að beita efnahagslegu valdi Bandaríkjanna til að ná því markmiði sínu. Wall Street Journal segir virði hlutabréfa í Bandaríkjunum hafa tekið kipp niður á við eftir yfirlýsingu Trumps. Mest hafi lækkunin orðið hjá iðnaðar- og fjármálafélögum í Bandaríkjunum. Það sama á við hlutabéf bílafyrirtækja í bæði Bandaríkjunum og í Kanada. Fer fram á virðingu Mark Carney, nýr leiðtogi Frjálslynda flokksins og starfandi forsætisráðherra í Kanada, sagði eftir að hann tryggði sér embættið á sunnudaginn að ríkisstjórn hans muni viðhalda tollum þar til Bandaríkjamenn sýni íbúum Kanada virðingu og taki þátt í alvarlegum viðræðum um trúverðugar og áreiðanlegar skuldbindingar varðandi frjáls viðskipti. Sjá einnig: Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada „Bandaríkin eru ekki Kanada. Og Kanada mun aldrei verða hluti af Bandaríkjunum á neinn hátt,“ sagði Carney þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína á sunnudaginn. Kannanir í Kanada hafa sýnt að íbúum Kanada er verulega illa við hugmyndir Trumps um að ríkið gangi inn í Bandaríkin og hafa ummæli forsetans bandaríska reitt fólk til reiði. Bandarískar vörur hafa víða verið fjarlægðar úr hillum í Kanada. Fréttin hefur verið uppfærð vegna nýrrar færslu Trumps um Kanada. Bandaríkin Kanada Donald Trump Tengdar fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. 6. mars 2025 20:50 Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. 21. febrúar 2025 11:26 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Upprunalega ætlaði Trump að setja 25 prósent tolla á þessar vörur en hefur frestað því tvisvar sinnum. Í dag lýsti hann því svo yfir á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, að hann hefði skipað viðskiptaráðherra sínum að hækka tollana um 25 prósent til viðbótar og láta þá taka gildi á morgun. Trump sagði gera þetta vegna þess að Kanada að forsætisráðherra Ontario-fylkis hefði sett 25 prósenta viðbótargjald á rafmagn sem íbúar þriggja ríkja Bandaríkjanna kaupa þaðan. Í annarri færslu sakar Trump Kanadamenn um mikla lágkúru þar sem þeir noti rafmagn, sem hafi áhrif á líf saklauss fólks, til að þrýsta á Bandaríkin. „Þeir munu gjalda svo mikið fyrir þetta að lesið verður um það í sögubókum til margra ára.“ Forsetinn sagði einnig að lækki Kanadamenn ekki þetta gjaldi verði einnig settir tollar á bíla og tengda íhluti frá Kanada þann 2. apríl. Trump segir að það muni svo gott sem gera út af við bílaiðnaðinn í Kanada, sem er mjög samofinn iðnaðinum í Bandaríkjunum. Hagsmunasamtök álframleiðenda í Kanada segja að um 75 prósent áls sem Bandaríkjamenn flytji inn komi frá Kanada. Hann hélt því einnig aftur fram að Bandaríkin niðurgreiddu Kanada einhvern veginn og að ríkið reiddi sig á varnir Bandaríkjanna. Sjá einnig: Ítrekar að honum er alvara um Kanada Þá sagði hann það besta sem Kanadamenn gætu gert væri að leyfa Bandaríkjunum að innlima ríkið og gera það að 51. ríki Bandaríkjanna. Þessu hefur hann ítrekað haldið fram og ráðamenn í Kanada segja að honum sé alvara. Hann vilji eignast Kanada og ætli að beita efnahagslegu valdi Bandaríkjanna til að ná því markmiði sínu. Wall Street Journal segir virði hlutabréfa í Bandaríkjunum hafa tekið kipp niður á við eftir yfirlýsingu Trumps. Mest hafi lækkunin orðið hjá iðnaðar- og fjármálafélögum í Bandaríkjunum. Það sama á við hlutabéf bílafyrirtækja í bæði Bandaríkjunum og í Kanada. Fer fram á virðingu Mark Carney, nýr leiðtogi Frjálslynda flokksins og starfandi forsætisráðherra í Kanada, sagði eftir að hann tryggði sér embættið á sunnudaginn að ríkisstjórn hans muni viðhalda tollum þar til Bandaríkjamenn sýni íbúum Kanada virðingu og taki þátt í alvarlegum viðræðum um trúverðugar og áreiðanlegar skuldbindingar varðandi frjáls viðskipti. Sjá einnig: Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada „Bandaríkin eru ekki Kanada. Og Kanada mun aldrei verða hluti af Bandaríkjunum á neinn hátt,“ sagði Carney þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína á sunnudaginn. Kannanir í Kanada hafa sýnt að íbúum Kanada er verulega illa við hugmyndir Trumps um að ríkið gangi inn í Bandaríkin og hafa ummæli forsetans bandaríska reitt fólk til reiði. Bandarískar vörur hafa víða verið fjarlægðar úr hillum í Kanada. Fréttin hefur verið uppfærð vegna nýrrar færslu Trumps um Kanada.
Bandaríkin Kanada Donald Trump Tengdar fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. 6. mars 2025 20:50 Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. 21. febrúar 2025 11:26 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. 6. mars 2025 20:50
Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. 21. febrúar 2025 11:26