Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Siggeir Ævarsson skrifar 13. mars 2025 18:31 vísir/Hulda Margrét KR-ingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda í kvöld þegar Haukar sóttu Meistaravellina heim enda sæti í úrslitakeppninni í húfi fyrir heimamenn. Það var þó ekki að sjá á leik þeirra í byrjun að mikið væri undir. Ákefðin í leik heimamanna var engin og værukærð sveif yfir vötnum. Mögulega voru þeir búnir að færa sigur til bókar fyrirfram og leyfðu sprækum og ungum Haukum að skora full auðveldlega á löngum köflum. Í stöðunni 7-12 tók Jakob Sigurðsson því fyrsta leikhlé leiksins þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af leiknum Haukar voru raunar með yfirhöndina megnið af fyrri hálfleik þar sem hinn tvítugi Hilmir Arnarson fór mikinn og mögnuð flautukarfa fyrir aftan miðju frá nafna hans Hallgrímssyni þýddi að Haukar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 48-51. Það var alltaf eins og KR-ingar væru um það bil að setja í gírinn en kúplingin var eitthvað stíf og þeir fastir í þriðja gír. Ef ekki hefði verið fyrir klaufagang og kæruleysi í sóknarleik Hauka hefðu þeir í raun getað gengið frá leiknum en í staðinn hélst hann nokkuð jafn. Villur til vandræða De'sean Parsons og Seppe D'espallier lentu báðir í villuvandræðum í þriðja leikhluta og sátu á bekknum drykklanga stund með þrjár villur hvor, en þeir voru þá með 13 og 18 stig. Seppe kom þó inn á undir lok leikhlutans, sótti villu og setti tvö víti sem þýddi að allt var í járn fyrir lokaátökin, 72-72. Það var svo loksins þegar um 32 mínútur voru liðnar af leiknum að KR-ingar hrukku í gírinn. Orri Hilmarsson kveikti í þeim með djúpum þristi og svo henti Jason Gigliotti í eina hressilega troðslu. Staðan allt í einu orðin 82-74. Eftir það var ekki aftur snúið en Haukar skoruðu aðeins 15 stig í síðasta leikhlutanum. KR-ingar voru góðir í átta mínútur í kvöld og það dugði. Lokatölur á Meistaravöllum 103-87. Atvik leiksins Flautukarfan frá Hilmi Hallgrímssyni í hálfleik var einu orðið sagt mögnuð. Ekki nóg með að hann væri lengst fyrir aftan miðju heldur var hún líka spjaldið ofan í. Svo verður eiginlega líka að nefna þristinn frá Orra Hilmarssyni sem kveikti í áhlaupi KR í fjórða leikhluta. Stjörnur og skúrkar Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson, einnig þekktur sem Tóti Túrbó, fór fyrir sóknarleik KR í kvöld. Skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Topp leikur frá honum sem KR-ingar þurftu sannarlega á að halda. Hjá Haukum var Seppe D'Espallier stigahæstur með 21 stig en Hilmar Arnarson var einnig frábær á köflum og setti 19 stig. De'sean Parsons var góður framan af leik en spilaði sig út í horn og gat ekki klárað leikinn eftir að hann fékk sína fimmtu villan. Fjórða villan klaufaleg sóknarvilla og sú fimmta óíþróttamannsleg. Dómararnir Kristinn Óskarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Guðmundur Ragnar Björnsson dæmdu leikinn í kvöld og stóðu sína pligt með sóma Stemming og umgjörð Stemmningin í stúkunni á Meistaravöllum í kvöld var í topp klassa og það er ekki hægt að heimfæra andleysi leikmanna KR framan af leik upp á stuðningsfólkið í stúkunni. Umgjörðin einnig til fyrirmyndar að vanda. Viðtöl Friðrik Ingi: „Bara eins og opið vængjahaf fyrir þá“ Friðrik Ingi var sáttur með bróðurpartinn af leiknumVísir / Anton Brink Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Hauka, var mjög sáttur með 75 prósent af leik kvöldsins en fannst hans menn verða full linir undir lokin og munurinn óþarflega mikill þegar upp var staðið. „Við vorum flottir í kannski 32-33 mínútur en svo bara einhvern veginn fórum við frá hlutunum og vorum svolítið fljótir að verða linir og létum ýta okkur. Þeir þurftu svo sem ekkert að hafa mikið fyrir því fannst mér.“ Haukar voru að einhverju leyti sjálfum sér verstir þegar á reyndi. „Fyrsta tilfinning eftir leik er að ákvarðanatökur í sókn, boltinn fór allt í einu að verða hægari, hann fór að verða meira staðbundinn bara á öðrum kantinum. Of lengi, vorum of hægir að hreyfa boltann, leikmenn illa staðsettir. Þannig að þegar við missum svo boltann þá erum við í vondri stöðu í hraðaupphlaupsvörninni og KR einhvern veginn bara gekk á lagið og þetta var bara eins og opið vængjahaf fyrir þá.“ „Pínu svekkjandi eftir að hafa verið að spila bara nokkuð vel. Ég var bara nokkuð sáttur í hálfleik þó það væru nokkur atriði sem ég hefði viljað sjá framkvæmd aðeins betur en maður fær svo sem ekki allt í þessu. Þannig að mér fannst þetta svona óþarflega stórt tap.“ Friðrik hefur rætt það oft í vetur að staða Hauka hafi verið erfið og allir gert sér grein fyrir því. Nú er tíminn til að undirbúa næsta tímabil en Haukar eru með marga unga og efnilega leikmenn í sínum röðum. Dapurt gengi reyni þó vissulega á andlega. „Við teljum okkur auðvitað vera með marga efnilega leikmenn. Við viljum auðvitað hafa þá í þeirra aðstöðu að þeir bæti sig og verði betri. En auðvitað er það erfitt þegar þú ert búinn að vera á og við botninn allt tímabilið, það reynir á. Svo auðvitað þegar þetta byrjar að dynja yfir þegar mótið var rúmlega hálfnað eftir áramótin, s.s. seinni hlutinn, og við missum Steven Verplancken, þá breytist aðeins dýnamíkin í þessu.“ „Svo þegar það verður ljóst að fallið bíður okkar þá er það svolítið okkar hlutverk í kringum liðið að gera allt sem við getum að minna leikmenn á það að við gerum okkur grein fyrir því að þetta er erfitt og erfitt að hafa einhvern fókus. En það hefur gengið finnst mér ágætlega að langmestu leyti til. Við höfum spilað ágæta leiki og verið inni í leikjum og jafnvel gera meira en að standa í einhverjum liðum eða hanga í þeim kannski fyrir utan Njarðvíkurleikinn.“ „Það er bara planið að reyna að gera allt sem við getum að halda leikmönnum á tánum en þetta er alveg verðugt verkefni en það er hægt að díla við erfiðari verkefni en það.“ Haukar eiga leik gegn ÍR í lokaumferðinni á heimavelli og gætu orðið í lykilstöðu til að hafa áhrif á hvernig úrslitakeppnin raðast upp. Það er skýrt markmið hjá Haukum að leggja allt í sölurnar í þeim leik og ljúka tímabilinu með sóma. „Engin spurning. Við töluðum um það núna inni í klefa eftir leikinn. Mér finnst að við skuldum sjálfum okkur það að klára þetta tímabil með eins miklum sóma og mögulegt er. Leggja bara allt í sölurnar til að vinna góðan sigur í þeim leik sem eftir er á heimavelli eftir tvær vikur. Í rauninni allur undirbúningur fram að þeim leik verður að halda mönnum við efnið og halda mönnum á tánum og gera allt sem við getum að mæta tilbúnir í þann leik. Vonandi bara tekst okkur að gera það og sýna sjálfum okkur að það er eitthvað í okkur spunnið.“ Bónus-deild karla KR Haukar
KR-ingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda í kvöld þegar Haukar sóttu Meistaravellina heim enda sæti í úrslitakeppninni í húfi fyrir heimamenn. Það var þó ekki að sjá á leik þeirra í byrjun að mikið væri undir. Ákefðin í leik heimamanna var engin og værukærð sveif yfir vötnum. Mögulega voru þeir búnir að færa sigur til bókar fyrirfram og leyfðu sprækum og ungum Haukum að skora full auðveldlega á löngum köflum. Í stöðunni 7-12 tók Jakob Sigurðsson því fyrsta leikhlé leiksins þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af leiknum Haukar voru raunar með yfirhöndina megnið af fyrri hálfleik þar sem hinn tvítugi Hilmir Arnarson fór mikinn og mögnuð flautukarfa fyrir aftan miðju frá nafna hans Hallgrímssyni þýddi að Haukar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 48-51. Það var alltaf eins og KR-ingar væru um það bil að setja í gírinn en kúplingin var eitthvað stíf og þeir fastir í þriðja gír. Ef ekki hefði verið fyrir klaufagang og kæruleysi í sóknarleik Hauka hefðu þeir í raun getað gengið frá leiknum en í staðinn hélst hann nokkuð jafn. Villur til vandræða De'sean Parsons og Seppe D'espallier lentu báðir í villuvandræðum í þriðja leikhluta og sátu á bekknum drykklanga stund með þrjár villur hvor, en þeir voru þá með 13 og 18 stig. Seppe kom þó inn á undir lok leikhlutans, sótti villu og setti tvö víti sem þýddi að allt var í járn fyrir lokaátökin, 72-72. Það var svo loksins þegar um 32 mínútur voru liðnar af leiknum að KR-ingar hrukku í gírinn. Orri Hilmarsson kveikti í þeim með djúpum þristi og svo henti Jason Gigliotti í eina hressilega troðslu. Staðan allt í einu orðin 82-74. Eftir það var ekki aftur snúið en Haukar skoruðu aðeins 15 stig í síðasta leikhlutanum. KR-ingar voru góðir í átta mínútur í kvöld og það dugði. Lokatölur á Meistaravöllum 103-87. Atvik leiksins Flautukarfan frá Hilmi Hallgrímssyni í hálfleik var einu orðið sagt mögnuð. Ekki nóg með að hann væri lengst fyrir aftan miðju heldur var hún líka spjaldið ofan í. Svo verður eiginlega líka að nefna þristinn frá Orra Hilmarssyni sem kveikti í áhlaupi KR í fjórða leikhluta. Stjörnur og skúrkar Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson, einnig þekktur sem Tóti Túrbó, fór fyrir sóknarleik KR í kvöld. Skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Topp leikur frá honum sem KR-ingar þurftu sannarlega á að halda. Hjá Haukum var Seppe D'Espallier stigahæstur með 21 stig en Hilmar Arnarson var einnig frábær á köflum og setti 19 stig. De'sean Parsons var góður framan af leik en spilaði sig út í horn og gat ekki klárað leikinn eftir að hann fékk sína fimmtu villan. Fjórða villan klaufaleg sóknarvilla og sú fimmta óíþróttamannsleg. Dómararnir Kristinn Óskarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Guðmundur Ragnar Björnsson dæmdu leikinn í kvöld og stóðu sína pligt með sóma Stemming og umgjörð Stemmningin í stúkunni á Meistaravöllum í kvöld var í topp klassa og það er ekki hægt að heimfæra andleysi leikmanna KR framan af leik upp á stuðningsfólkið í stúkunni. Umgjörðin einnig til fyrirmyndar að vanda. Viðtöl Friðrik Ingi: „Bara eins og opið vængjahaf fyrir þá“ Friðrik Ingi var sáttur með bróðurpartinn af leiknumVísir / Anton Brink Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Hauka, var mjög sáttur með 75 prósent af leik kvöldsins en fannst hans menn verða full linir undir lokin og munurinn óþarflega mikill þegar upp var staðið. „Við vorum flottir í kannski 32-33 mínútur en svo bara einhvern veginn fórum við frá hlutunum og vorum svolítið fljótir að verða linir og létum ýta okkur. Þeir þurftu svo sem ekkert að hafa mikið fyrir því fannst mér.“ Haukar voru að einhverju leyti sjálfum sér verstir þegar á reyndi. „Fyrsta tilfinning eftir leik er að ákvarðanatökur í sókn, boltinn fór allt í einu að verða hægari, hann fór að verða meira staðbundinn bara á öðrum kantinum. Of lengi, vorum of hægir að hreyfa boltann, leikmenn illa staðsettir. Þannig að þegar við missum svo boltann þá erum við í vondri stöðu í hraðaupphlaupsvörninni og KR einhvern veginn bara gekk á lagið og þetta var bara eins og opið vængjahaf fyrir þá.“ „Pínu svekkjandi eftir að hafa verið að spila bara nokkuð vel. Ég var bara nokkuð sáttur í hálfleik þó það væru nokkur atriði sem ég hefði viljað sjá framkvæmd aðeins betur en maður fær svo sem ekki allt í þessu. Þannig að mér fannst þetta svona óþarflega stórt tap.“ Friðrik hefur rætt það oft í vetur að staða Hauka hafi verið erfið og allir gert sér grein fyrir því. Nú er tíminn til að undirbúa næsta tímabil en Haukar eru með marga unga og efnilega leikmenn í sínum röðum. Dapurt gengi reyni þó vissulega á andlega. „Við teljum okkur auðvitað vera með marga efnilega leikmenn. Við viljum auðvitað hafa þá í þeirra aðstöðu að þeir bæti sig og verði betri. En auðvitað er það erfitt þegar þú ert búinn að vera á og við botninn allt tímabilið, það reynir á. Svo auðvitað þegar þetta byrjar að dynja yfir þegar mótið var rúmlega hálfnað eftir áramótin, s.s. seinni hlutinn, og við missum Steven Verplancken, þá breytist aðeins dýnamíkin í þessu.“ „Svo þegar það verður ljóst að fallið bíður okkar þá er það svolítið okkar hlutverk í kringum liðið að gera allt sem við getum að minna leikmenn á það að við gerum okkur grein fyrir því að þetta er erfitt og erfitt að hafa einhvern fókus. En það hefur gengið finnst mér ágætlega að langmestu leyti til. Við höfum spilað ágæta leiki og verið inni í leikjum og jafnvel gera meira en að standa í einhverjum liðum eða hanga í þeim kannski fyrir utan Njarðvíkurleikinn.“ „Það er bara planið að reyna að gera allt sem við getum að halda leikmönnum á tánum en þetta er alveg verðugt verkefni en það er hægt að díla við erfiðari verkefni en það.“ Haukar eiga leik gegn ÍR í lokaumferðinni á heimavelli og gætu orðið í lykilstöðu til að hafa áhrif á hvernig úrslitakeppnin raðast upp. Það er skýrt markmið hjá Haukum að leggja allt í sölurnar í þeim leik og ljúka tímabilinu með sóma. „Engin spurning. Við töluðum um það núna inni í klefa eftir leikinn. Mér finnst að við skuldum sjálfum okkur það að klára þetta tímabil með eins miklum sóma og mögulegt er. Leggja bara allt í sölurnar til að vinna góðan sigur í þeim leik sem eftir er á heimavelli eftir tvær vikur. Í rauninni allur undirbúningur fram að þeim leik verður að halda mönnum við efnið og halda mönnum á tánum og gera allt sem við getum að mæta tilbúnir í þann leik. Vonandi bara tekst okkur að gera það og sýna sjálfum okkur að það er eitthvað í okkur spunnið.“
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti