Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lands­móti í keilu og Lög­mál leiksins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sýnt verður beint frá Íslandsmótinu í keilu í kvöld.
Sýnt verður beint frá Íslandsmótinu í keilu í kvöld.

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á fimm beinar útsendingar á þessum fína mánudegi.

Við hefjum leik á viðureign Freiburg og Frankfurt í þýska kvennaboltanum klukkan 16:55 á Vodafone Sport.

Klukkan 18:40 fylgjumst við svo með undirbúningstímabili nýliða Aftureldingar í þættinum Lengsta undirbúningstímabil í heimi á Stöð 2 Sport áður en bein útsending frá Íslandsmótinu í keilu hefst á sömu rás klukkan 19:30.

Klukkan 20:00 er Lögmál leiksins á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 áður en viðureign Bruins og Sabres lokar dagskránni klukkan 23:05 á Vodafone Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×