Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 10:10 Andi Hoti tekur í spaðann á Birni Steinari Jónssyni og handsalar samning sinn við Val sem er til fimm ára. Valur Valsmenn hafa keypt varnarmanninn öfluga Andi Hoti frá Leikni og gert við hann samning til fimm ára. Andi, sem leikið hefur fyrir U19- og U21-landslið Íslands, segir erfitt að yfirgefa Breiðholtið en er spenntur fyrir að stíga inn á stóra sviðið. Andi mætti á sína fyrstu æfingu á Hlíðarenda í morgun og er klár í slaginn fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni sem hefst eftir rúmar tvær vikur. Í tilkynningu Vals segir að kaupverðið fyrir Andi verði ekki gefið upp en ljóst er að Valsmenn hrósa happi yfir að hafa klófest þennan 21 árs gamla leikmann sem spilað hefur fjórar leiktíðir í næstefstu deild, með Þrótti, Aftureldingu og Leikni. „Við höfum fylgst lengi með Andi og það er alveg frábært að ná samningum við hann á þessum tímapunkti,“ segir Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í tilkynningu. Verði mikilvægur fyrir Val „Hann er hrikalega öflugur leikmaður sem við teljum að henti vel í það leikkerfi sem við erum að spila og svo er hann líka á flottum aldri. Við höfum verið að styrkja okkur í ákveðnum stöðum í vetur og tölurnar hans Andi og það feedback sem við höfum fengið á hann benda til þess að hann eigi eftir að vera mikilvægur fyrir okkur,“ segir Björn Steinar. Andi bíður sjálfur spenntur eftir því að spila sína fyrstu leiki í Bestu deildinni, í búningi Vals. „Þetta er rökrétt skref fyrir mig enda hef ég spilað lengi í Lengjudeildinni og þetta er tækifæri sem ég hef verið að bíða eftir. Auðvitað er erfitt að yfirgefa Leikni sem er minn uppeldisklúbbur en við viljum allir vera á stóra sviðinu og ég er svo sannarlega kominn þangað. Hlakka til þess að sýna bæði Völsurum og öðrum hversu góður leikmaður ég er og get ekki beðið eftir því að fara að vinna leiki með því frábæra liði sem ég er nú orðinn hluti af,“ segir Andi í tilkynningu Vals. Besta deild karla Valur Leiknir Reykjavík Mest lesið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Íslenski boltinn Gunnar náði vigt og er klár í bardagann Sport Alveg hættur í fýlu við Heimi Fótbolti Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Fótbolti Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Fótbolti Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Fótbolti Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Íslenski boltinn Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Fótbolti Bronny stigahæstur hjá Lakers Körfubolti Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Körfubolti Fleiri fréttir Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Sjá meira
Andi mætti á sína fyrstu æfingu á Hlíðarenda í morgun og er klár í slaginn fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni sem hefst eftir rúmar tvær vikur. Í tilkynningu Vals segir að kaupverðið fyrir Andi verði ekki gefið upp en ljóst er að Valsmenn hrósa happi yfir að hafa klófest þennan 21 árs gamla leikmann sem spilað hefur fjórar leiktíðir í næstefstu deild, með Þrótti, Aftureldingu og Leikni. „Við höfum fylgst lengi með Andi og það er alveg frábært að ná samningum við hann á þessum tímapunkti,“ segir Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í tilkynningu. Verði mikilvægur fyrir Val „Hann er hrikalega öflugur leikmaður sem við teljum að henti vel í það leikkerfi sem við erum að spila og svo er hann líka á flottum aldri. Við höfum verið að styrkja okkur í ákveðnum stöðum í vetur og tölurnar hans Andi og það feedback sem við höfum fengið á hann benda til þess að hann eigi eftir að vera mikilvægur fyrir okkur,“ segir Björn Steinar. Andi bíður sjálfur spenntur eftir því að spila sína fyrstu leiki í Bestu deildinni, í búningi Vals. „Þetta er rökrétt skref fyrir mig enda hef ég spilað lengi í Lengjudeildinni og þetta er tækifæri sem ég hef verið að bíða eftir. Auðvitað er erfitt að yfirgefa Leikni sem er minn uppeldisklúbbur en við viljum allir vera á stóra sviðinu og ég er svo sannarlega kominn þangað. Hlakka til þess að sýna bæði Völsurum og öðrum hversu góður leikmaður ég er og get ekki beðið eftir því að fara að vinna leiki með því frábæra liði sem ég er nú orðinn hluti af,“ segir Andi í tilkynningu Vals.
Besta deild karla Valur Leiknir Reykjavík Mest lesið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Íslenski boltinn Gunnar náði vigt og er klár í bardagann Sport Alveg hættur í fýlu við Heimi Fótbolti Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Fótbolti Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Fótbolti Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Fótbolti Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Íslenski boltinn Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Fótbolti Bronny stigahæstur hjá Lakers Körfubolti Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Körfubolti Fleiri fréttir Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Sjá meira