Innlent

Skjálfta­virkni við Sund­hnúka fer hratt vaxandi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ellefu skjálftar hafa mælst við Sundhnúka síðustu klukkustundir.
Ellefu skjálftar hafa mælst við Sundhnúka síðustu klukkustundir. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands

Svo virðist sem skjálftavirkni við Sundhnúka fari hratt vaxandi. Ellefu skjálftar hafa mælst þar síðustu klukkustundir, og hafa þeir stærstu verið á bilinu 1 - 1,2 að stærð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands.

„Aukning í skjálftum sést sérlega vel þegar virknin er tekin saman á skjálftasíðu Veðurstofunnar. Þegar síðustu vikur eru skoðaðar saman sést að uppsafnaður fjöldi skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni hefur tekið mikinn sveig upp á við nú um helgina.“

„Skjálftarnir eru að eiga sér stað fremur grunnt, eða á 1-5 km dýpi og eru að mestu bundnir við miðbik gossprungunnar, sem er einmitt talinn líklegasti upphafsstaður eldgoss.“

Síðast gaus á Sundhnúksgígaröðinni þann 20. nóvember, en gosinu lauk nítján dögum síðar.

Kvikusöfnun í hólfið undir Svartsengi hófst svo á nýjan leik og hefur magn kviku í hólfinu aldrei verið meira frá því að goshrina hófst við Grindavík í desember 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×