Innlent

Sögð ætla að kynna um­tals­verðar breytingar á veiðigjöldum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum. 

Ráðherrar fjármála og atvinnumala ætla í sameiningu að kynna nýju tillögurnar klukkan eitt í dag en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða tiltölulega miklar breytingar.

Þá fjöllum við um hremmingar Kvikmyndaskóla Íslands og ræðum við skólastjórann sem segir að hægt verði að halda rekstri áfram út næstu viku en tilkynnt var um að fyrirtækið væri komið í gjaldrotameðferð í gær. Nú sé verið að róa lífróður til að bjarga skólanum.

Einnig fjöllum við um stærstu alþjóðlegu ráðstefnu á sviði menntamála sem haldin hefur verið hér á landi en það var á meðal fyrstu verka nýs menntamálaráðherra að setja ráðstefnuna í Hörpu í morgun.

Í íþróttunum fjöllum við um hótanir sem borist hafa fjölskyldu Arnórs Sigurðssonar landsliðsmanns í fótbolta sem skipti um lið á dögunum.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 25. mars 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×