Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 27. mars 2025 15:31 Fjölskyldusameiningar eru forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig í nýju landi. Þetta er staðreynd sem flestallt stjórnmálafólk hlýtur að vera meðvitað um. Fjölskyldan er jú eitt það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju, ekki satt? Það gildir alveg óháð því hvaðan fólk kemur. Það kom mér þess vegna í opna skjöldu um daginn að heyra af því að ríkisstjórn Íslands hefði á fundi sínum 14. mars sl. ákveðið að endurnýja ekki samstarfssamning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) vegna fjölskyldusameininga - að því er virðist án nokkurrar pólitískrar eða samfélagslegrar umræðu. Auk þess má nefna að samningur Rauða krossins við ríkið um ráðgjafarþjónustu við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga rennur út í júní 2025 og ekki virðist standa til að endurnýja hann. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur áhrif á fólk sem tekist hefur að flýja hörmungar en á fjölskyldu sem er enn í hættu erlendis. Hér er um að ræða fylgdarlaus börn, örvæntingarfulla foreldra. Fólk sem hefur stöðu flóttamanns og er í þjónustu sveitarfélaga eins og Garðabæjar, sem gera sitt besta til að styðja við nýja íbúa sína. Hingað til hafa sveitarfélög getað leitað til ríkisins, sem fyrir tilstilli flutningssamningsins við IOM hefur getað haft uppi á fjölskyldum fólks, skipulagt og greitt ferðalög þeirra. Þetta úrræði hefur nýst því fólki sem ekki hefur haft bolmagn til þess að gera slíkt sjálft og þeim sem eiga fjölskyldur sem búa við stríðsástand. M.ö.o. hefur þetta nýst fólkinu sem er í mestri þörf. Þessi óskiljanlega ákvörðun stjórnvalda hefur vitanlega áhrif á fólkið sjálft, sem ekki mun geta sameinast fjölskyldum sínum líkt og áður, en ekki síður á samfélögin sem fólk flytur í. Að mínu mati er um að ræða aðför að því metnaðarfulla starfi sem unnið er í sveitarfélögum. Þetta þýðir fyrir okkur sem störfum á sveitarstjórnarstiginu að ríkið bindur hendur starfsfólks okkar og dregur úr þeim stuðningi sem hægt er að veita flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum. Ég endurtek: Fjölskyldusameiningar, sem strangar reglur gilda um nú þegar, eru alger forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig á nýjum stað. Ég veit að ég væri ófær um að vera virkur þátttakandi í nærsamfélagi mínu ef ég væri alein í nýju landi og vissi af fjölskyldunni minni, börnunum mínum, í stöðugri hættu. Við getum öll sett okkur í þau spor. Sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Garðabæjar og í velferðarráði kalla ég eftir því að ríkisstjórnin útskýri hvað eigi nú að taka við. Því eins og staðan er núna grefur ríkið hreinlega undan nauðsynlegum stuðningi við fólk sem þarf sárlega á honum að halda og þar með undan þeim samfélögum sem taka á móti fólki á flótta. Ég trúi því ekki að það sé ætlunin. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fjölskyldusameiningar eru forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig í nýju landi. Þetta er staðreynd sem flestallt stjórnmálafólk hlýtur að vera meðvitað um. Fjölskyldan er jú eitt það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju, ekki satt? Það gildir alveg óháð því hvaðan fólk kemur. Það kom mér þess vegna í opna skjöldu um daginn að heyra af því að ríkisstjórn Íslands hefði á fundi sínum 14. mars sl. ákveðið að endurnýja ekki samstarfssamning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) vegna fjölskyldusameininga - að því er virðist án nokkurrar pólitískrar eða samfélagslegrar umræðu. Auk þess má nefna að samningur Rauða krossins við ríkið um ráðgjafarþjónustu við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga rennur út í júní 2025 og ekki virðist standa til að endurnýja hann. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur áhrif á fólk sem tekist hefur að flýja hörmungar en á fjölskyldu sem er enn í hættu erlendis. Hér er um að ræða fylgdarlaus börn, örvæntingarfulla foreldra. Fólk sem hefur stöðu flóttamanns og er í þjónustu sveitarfélaga eins og Garðabæjar, sem gera sitt besta til að styðja við nýja íbúa sína. Hingað til hafa sveitarfélög getað leitað til ríkisins, sem fyrir tilstilli flutningssamningsins við IOM hefur getað haft uppi á fjölskyldum fólks, skipulagt og greitt ferðalög þeirra. Þetta úrræði hefur nýst því fólki sem ekki hefur haft bolmagn til þess að gera slíkt sjálft og þeim sem eiga fjölskyldur sem búa við stríðsástand. M.ö.o. hefur þetta nýst fólkinu sem er í mestri þörf. Þessi óskiljanlega ákvörðun stjórnvalda hefur vitanlega áhrif á fólkið sjálft, sem ekki mun geta sameinast fjölskyldum sínum líkt og áður, en ekki síður á samfélögin sem fólk flytur í. Að mínu mati er um að ræða aðför að því metnaðarfulla starfi sem unnið er í sveitarfélögum. Þetta þýðir fyrir okkur sem störfum á sveitarstjórnarstiginu að ríkið bindur hendur starfsfólks okkar og dregur úr þeim stuðningi sem hægt er að veita flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum. Ég endurtek: Fjölskyldusameiningar, sem strangar reglur gilda um nú þegar, eru alger forsenda þess að flóttafólki gangi vel að fóta sig á nýjum stað. Ég veit að ég væri ófær um að vera virkur þátttakandi í nærsamfélagi mínu ef ég væri alein í nýju landi og vissi af fjölskyldunni minni, börnunum mínum, í stöðugri hættu. Við getum öll sett okkur í þau spor. Sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Garðabæjar og í velferðarráði kalla ég eftir því að ríkisstjórnin útskýri hvað eigi nú að taka við. Því eins og staðan er núna grefur ríkið hreinlega undan nauðsynlegum stuðningi við fólk sem þarf sárlega á honum að halda og þar með undan þeim samfélögum sem taka á móti fólki á flótta. Ég trúi því ekki að það sé ætlunin. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun