Annarri umferð rektorskjörs lauk síðdegis. Við verðum í beinni frá Háskóla Íslands og ræðum við nýjan rektor - liggi niðurstöður fyrir.
Ríkislögreglustjóri segir fjölmarga skipulagða glæpahópa starfa hér á landi. Við ræðum við Sigríði Björk sem segir dæmi um að þeir hafi verið nýttir af erlendum ríkjum til að fremja skemmdarverk.
Þá verðum við í Úkraínu þar sem Elín Margrét ræðir við Íslending búsettan í Kænugarði. Hann segir það hafa étið sig upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði.
Auk þess sjáum við myndir frá París þar sem Kristrún Frostadóttir fundaði með tugum þjóðhöfðingja í dag og verðum í beinni frá danspartí fyrir fólk yfir þrítugu. Þar byrjaði fólk snemma að dansa og ætlar snemma í háttinn.
Auk þess kynnum við okkur snúinn riðil sem íslenska karlalandsliðið í körfubolta lenti í og í Íslandi í dag kynnir Vala Matt sér hollan og virkilega bragðgóðan veislumat.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: