Usta og faðir hans, Yahya, voru staddir á hóteli á skíðasvæði í Kervansaray í Norðvestur-Tyrklandi þar sem eldur braust út. Usta var 24 ára þegar hann lést en faðir hans 57 ára.
Acı Kaybımız
— TMOK | #TeamTürkiye🇹🇷 (@TMOK_Olimpiyat) March 27, 2025
Ülkemizi Beijing 2022 Kış Olimpiyat Oyunları’nda ve Erzurum 2017 Avrupa Gençlik Olimpik Kış Festivali’nde temsil eden milli kayakçımız Berkin Usta’nın ve babası eski milli kayakçı Yahya Usta’nın Bursa, Uludağ’da gerçekleşen bir otel yangını nedeniyle vefat ettiğini… pic.twitter.com/XLupj9T2ca
Berkin keppti í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022 og endaði í 43. sæti. Faðir hans var forseti tyrkneska skíða- og snjóbrettakennarasambandsins.
Ekki er vitað af hverju Usta og Yahya voru staddir á hótelinu. Eiginkona Ustas var með þeim en lifði af.
Rannsókn á eldsvoðanum er hafin samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum. Hótelinu var lokað snemma á þessu ári þegar rekstrarleyfi gististaðarins var afturkallað.
Fyrr á þessu ári létust 79 manns í eldsvoða á Grand Kartal hótelinu í Kartalkaya í Tyrklandi. Fjöldi manns hefur verið handteknir í tengslum við rannsókn á eldsvoðanum.