Mikael lagði upp sigurmark Venezia Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2025 15:12 Mikael Egill Ellertsson í baráttunni í leiknum gegn Monza. getty/Maurizio Lagana Venezia vann afar mikilvægan sigur á Monza, 1-0, í fallbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia og hann lagði upp sigurmark liðsins fyrir Daniel Fila á 72. mínútu. Bjarki Steinn Bjarkason sat allan tímann á varamannabekk Venezia. Þetta var önnur stoðsending Mikaels í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hann hefur einnig skorað tvö mörk. Sigurinn í dag var aðeins sá fjórði hjá Venezia á tímabilinu. Liðið er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 24 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Svekkjandi endir hjá Birki og félögum Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður á 89. mínútu þegar Brescia gerði 1-1 jafntefli við Cosenza í ítölsku B-deildinni. Brescia var manni færri frá 38. mínútu þegar Andrea Cistana fékk rauða spjaldið. Brescia náði forystunni á 26. mínútu með sjálfsmarki Aldos Florenzi en Massimo Zilli jafnaði fyrir Cosenza þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brescia er í 14. sæti deildarinnar með 35 stig. Ítalski boltinn
Venezia vann afar mikilvægan sigur á Monza, 1-0, í fallbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia og hann lagði upp sigurmark liðsins fyrir Daniel Fila á 72. mínútu. Bjarki Steinn Bjarkason sat allan tímann á varamannabekk Venezia. Þetta var önnur stoðsending Mikaels í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hann hefur einnig skorað tvö mörk. Sigurinn í dag var aðeins sá fjórði hjá Venezia á tímabilinu. Liðið er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 24 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Svekkjandi endir hjá Birki og félögum Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður á 89. mínútu þegar Brescia gerði 1-1 jafntefli við Cosenza í ítölsku B-deildinni. Brescia var manni færri frá 38. mínútu þegar Andrea Cistana fékk rauða spjaldið. Brescia náði forystunni á 26. mínútu með sjálfsmarki Aldos Florenzi en Massimo Zilli jafnaði fyrir Cosenza þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brescia er í 14. sæti deildarinnar með 35 stig.
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti