Kristian byrjaði leikinn á miðjunni og lagði upp opnunarmark Mitchell van Bergen eftir tæpan hálftíma. Tobias Lauritsen tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum um miðjan seinni hálfleik.
Nökkvi Þeyr kom svo inn af varamannabekknum á 82. mínútu og skoraði aðeins tveimur mínútum síðar eftir undirbúning Pelle Clement.
Gestirnir frá Heerenveen klóruðu í bakkann í uppbótartíma en Sparta Rotterdam fór með afar öruggan 3-1 sigur og kom sér upp fyrir gestina á markatölu, í áttunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.
