Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. mars 2025 21:00 Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum. Reitir Nýtt íbúðahverfi sprettur upp við Kringluna á næstu árum. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum segir hönnun hverfisins sækja innblástur frá gömlu Reykjavík. Reitir skrifuðu undir uppbyggingarsamning við Reykjavíkurborg í morgun að loknum húsnæðisfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna byggingarreits við Kringluna. Framkvæmdir munu hefjast um leið og deiliskipulag verður samþykkt sem verði nú auglýst. Uppbygging hefst í byrjun næsta árs Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum, segir þau hjá fyrirtækinu klæja í fingurna að hefja framkvæmdir enda hafi áformin verið í bígerð í um tíu ár. „Við munum byrja á því að rífa niður gamla Moggahúsið hérna fyrir aftan okkur. Við stefnum að því að hefja þær framkvæmdir í sumar. Og svo í framhaldinu af því munum við hefja uppbyggingu á þessum fyrsta reit hérna A5 í þessum áfanga. Við munum hefja uppbyggingu í byrjun næsta árs.“ Framkvæmdir á svæðinu taki um fimm til sjö ár og munu um 420 íbúðir rísa á svæðinu í fyrsta áfanga. Innan svæðisins verði í boði öll sú þjónusta sem fólk gæti þurft á að halda. „Við erum að leggja sérstakar áherslur á skjólgarða og almenningsrými. Vistvæn og græn svæði og reynum að skapa gott umhverfi fyrir fólk að koma saman. Líka bara að skapa þetta heildarhverfi með öflugu nærsamfélagi með allri þeirri þjónustu sem við búum við hérna við Kringluna. Og nýju menningarhúsi sem verður staðsett hérna á svæðinu.“ „Hverfa aðeins aftur í tímann“ Birgir segir að innblástur fyrir hönnun hverfisins hafi verið sóttur úr gömlu Reykjavík, með fjölbreyttum formum, uppbroti og hallandi þökum. „Það má segja það að við séum að hverfa aðeins aftur í tímann og brjóta upp mynstrið sem hefur verið í þróun undanfarin ár.“ Eins og stendur er mikill umferðarþungi á svæðinu en stefnt er að því að takmarka hljóðmengun. „Hugmyndafræðin er að skapa hérna skjól frá umferð. Bæði frá hávaða og einnig frá veðri og vindum. Við viljum búa til gæðaalmenningsrými inn í svæðinu þar sem fólk getur komið saman og fengið sér kaffi úti og vonandi sleikt sólina örlítið.“ Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Reitir skrifuðu undir uppbyggingarsamning við Reykjavíkurborg í morgun að loknum húsnæðisfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna byggingarreits við Kringluna. Framkvæmdir munu hefjast um leið og deiliskipulag verður samþykkt sem verði nú auglýst. Uppbygging hefst í byrjun næsta árs Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum, segir þau hjá fyrirtækinu klæja í fingurna að hefja framkvæmdir enda hafi áformin verið í bígerð í um tíu ár. „Við munum byrja á því að rífa niður gamla Moggahúsið hérna fyrir aftan okkur. Við stefnum að því að hefja þær framkvæmdir í sumar. Og svo í framhaldinu af því munum við hefja uppbyggingu á þessum fyrsta reit hérna A5 í þessum áfanga. Við munum hefja uppbyggingu í byrjun næsta árs.“ Framkvæmdir á svæðinu taki um fimm til sjö ár og munu um 420 íbúðir rísa á svæðinu í fyrsta áfanga. Innan svæðisins verði í boði öll sú þjónusta sem fólk gæti þurft á að halda. „Við erum að leggja sérstakar áherslur á skjólgarða og almenningsrými. Vistvæn og græn svæði og reynum að skapa gott umhverfi fyrir fólk að koma saman. Líka bara að skapa þetta heildarhverfi með öflugu nærsamfélagi með allri þeirri þjónustu sem við búum við hérna við Kringluna. Og nýju menningarhúsi sem verður staðsett hérna á svæðinu.“ „Hverfa aðeins aftur í tímann“ Birgir segir að innblástur fyrir hönnun hverfisins hafi verið sóttur úr gömlu Reykjavík, með fjölbreyttum formum, uppbroti og hallandi þökum. „Það má segja það að við séum að hverfa aðeins aftur í tímann og brjóta upp mynstrið sem hefur verið í þróun undanfarin ár.“ Eins og stendur er mikill umferðarþungi á svæðinu en stefnt er að því að takmarka hljóðmengun. „Hugmyndafræðin er að skapa hérna skjól frá umferð. Bæði frá hávaða og einnig frá veðri og vindum. Við viljum búa til gæðaalmenningsrými inn í svæðinu þar sem fólk getur komið saman og fengið sér kaffi úti og vonandi sleikt sólina örlítið.“
Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira