Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. mars 2025 10:40 Lars Løkke Rasmussen er utanríkisráðherra Danmerkur. EPA Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. Ráðherrann birti myndskeið á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann sagðist vera með skilaboð fyrir „bandarísku vini okkar og alla aðra sem eru að hlusta.“ „Mikið hefur verið sagt undanfarna daga. Margar ásakanir hafa verið gerðar og mikið gefið í skyn,“ segir Rasmussen. Myndskeiðið kemur í kjölfar heimsóknar JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, til Grænlands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Bandaríkin ættu að vera með stjórn yfir Grænlandi. Á blaðamannafundi í gær á herstöð Bandaríkjamanna í norðurhluta Grænlands gagnrýndi Vance Dani og sagði þá ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði Vance. „Og auðvitað erum við opin fyrir gagnrýni. En leyfið mér að vera alveg hreinskilinn. Við kunnum ekki að meta tóninn. Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína, og mér finnst enn Danmörk og Bandaríkin vera nánir bandamenn,“ segir danski ráðherrann. Bandaríkjamenn geti gert mun meira á Grænlandi „Við berum virðingu fyrir því að Bandaríkin þurfi meiri hernaðarviðveru á Grænlandi eins og Vance varaforseti minntist á í kvöld. Við, Danmörk og Grænland, erum mjög opin fyrir því að ræða þetta við ykkur. Með opnum huga,“ segir Rasmussen. Rasmussen bendir á að enn sé í gildi varnarsamningur frá árinu 1951 sem heimilar Bandaríkjamönnum að vera með sterkari hernaðarviðveru á Grænlandi. Hins vegar hafi herstöðvum Bandaríkjanna fækkað frá árinu 1945 en þá voru sautján herstöðvar í landinu og þúsundir hermanna. Í dag er ein bandarísk herstöð eftir og um tvö hundruð hermenn að sögn ráðherrans. Ein herstöð er nú eftir á Grænlandi.AP/Jim Watson „Við getum gert meira, miklu meira, innan rammans sem er í gildi í dag. Við skulum nýta það og við skulum gera það saman,“ segir hann. Óbreytt ástand sé ekki í boði Rasmussen segir Vance einnig hafa sagt að Danir væru að gera of lítið á Norðurskautinu en fyrir nokkrum vikum hafi hann einnig sagt að Bandaríkin væru að gera of lítið á Norðurskautið. Staðreyndin sé sú að allir hafa verið að vinna að friði á svæðinu. „Við tókum öll ákvarðanir út frá þeim forsendum að Norðurskautið væri og ætti að vera lágspennusvæði. En sá tími er liðinn. Óbreytt ástand er ekki í boði.“ JD Vance heimsótti Grænland ásamt eiginkonu sinni Usha Vance.AP/Jim Watson Danir hafi, til að bregðast við vendingum á alþjóðavettvangi, úthlutað milljörðum danskra króna í öryggisráðstafanir á Norðurskautinu. Fjármagnið fari til að mynda í fleiri dróna, skip og mannafla. „Í dag, nær öryggisábyrgð Atlantshafsbandalagsins einnig til Grænlands. En við fögnum því ef meðlimir Atlantshafsbandalagsins og bandamenn myndu taka að sér stærra hlutverk á Norðurskautinu. Við munum sjá um okkar hluta af samkomulaginu. Enginn þarf að efast um það,“ segir Rasmussen. Full tilhlökkunar um áframhaldandi samstarf Í hádeginu í gær undirritaði ný landsstjórn á Grænlandi stjórnarsáttmála sem er leidd af Jens-Frederik Nielsen. „Ég er ánægður að varaforsetinn setti áherslu á rétt grænlensku þjóðarinnar til að ákveða sjálf sína eigin framtíð,“ segir Rasmussen. Landsstjórnin hafi hlotið mikinn stuðning frá grænlensku þjóðinni. Að sögn Rasmussen hlakki dönsk yfirvöld til að starfa með nýrri landsstjórn Grænlands. Danmörk Grænland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Sjá meira
Ráðherrann birti myndskeið á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann sagðist vera með skilaboð fyrir „bandarísku vini okkar og alla aðra sem eru að hlusta.“ „Mikið hefur verið sagt undanfarna daga. Margar ásakanir hafa verið gerðar og mikið gefið í skyn,“ segir Rasmussen. Myndskeiðið kemur í kjölfar heimsóknar JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, til Grænlands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Bandaríkin ættu að vera með stjórn yfir Grænlandi. Á blaðamannafundi í gær á herstöð Bandaríkjamanna í norðurhluta Grænlands gagnrýndi Vance Dani og sagði þá ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði Vance. „Og auðvitað erum við opin fyrir gagnrýni. En leyfið mér að vera alveg hreinskilinn. Við kunnum ekki að meta tóninn. Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína, og mér finnst enn Danmörk og Bandaríkin vera nánir bandamenn,“ segir danski ráðherrann. Bandaríkjamenn geti gert mun meira á Grænlandi „Við berum virðingu fyrir því að Bandaríkin þurfi meiri hernaðarviðveru á Grænlandi eins og Vance varaforseti minntist á í kvöld. Við, Danmörk og Grænland, erum mjög opin fyrir því að ræða þetta við ykkur. Með opnum huga,“ segir Rasmussen. Rasmussen bendir á að enn sé í gildi varnarsamningur frá árinu 1951 sem heimilar Bandaríkjamönnum að vera með sterkari hernaðarviðveru á Grænlandi. Hins vegar hafi herstöðvum Bandaríkjanna fækkað frá árinu 1945 en þá voru sautján herstöðvar í landinu og þúsundir hermanna. Í dag er ein bandarísk herstöð eftir og um tvö hundruð hermenn að sögn ráðherrans. Ein herstöð er nú eftir á Grænlandi.AP/Jim Watson „Við getum gert meira, miklu meira, innan rammans sem er í gildi í dag. Við skulum nýta það og við skulum gera það saman,“ segir hann. Óbreytt ástand sé ekki í boði Rasmussen segir Vance einnig hafa sagt að Danir væru að gera of lítið á Norðurskautinu en fyrir nokkrum vikum hafi hann einnig sagt að Bandaríkin væru að gera of lítið á Norðurskautið. Staðreyndin sé sú að allir hafa verið að vinna að friði á svæðinu. „Við tókum öll ákvarðanir út frá þeim forsendum að Norðurskautið væri og ætti að vera lágspennusvæði. En sá tími er liðinn. Óbreytt ástand er ekki í boði.“ JD Vance heimsótti Grænland ásamt eiginkonu sinni Usha Vance.AP/Jim Watson Danir hafi, til að bregðast við vendingum á alþjóðavettvangi, úthlutað milljörðum danskra króna í öryggisráðstafanir á Norðurskautinu. Fjármagnið fari til að mynda í fleiri dróna, skip og mannafla. „Í dag, nær öryggisábyrgð Atlantshafsbandalagsins einnig til Grænlands. En við fögnum því ef meðlimir Atlantshafsbandalagsins og bandamenn myndu taka að sér stærra hlutverk á Norðurskautinu. Við munum sjá um okkar hluta af samkomulaginu. Enginn þarf að efast um það,“ segir Rasmussen. Full tilhlökkunar um áframhaldandi samstarf Í hádeginu í gær undirritaði ný landsstjórn á Grænlandi stjórnarsáttmála sem er leidd af Jens-Frederik Nielsen. „Ég er ánægður að varaforsetinn setti áherslu á rétt grænlensku þjóðarinnar til að ákveða sjálf sína eigin framtíð,“ segir Rasmussen. Landsstjórnin hafi hlotið mikinn stuðning frá grænlensku þjóðinni. Að sögn Rasmussen hlakki dönsk yfirvöld til að starfa með nýrri landsstjórn Grænlands.
Danmörk Grænland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Sjá meira
Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25