Stöð 2 Sport
Deildarmeistarar Hauka í Bónus-deild kvenna taka á móti Grindvíkingum í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum. Útsending hefst klukkan 19:20.
Um leið og leikurinn klárast, eða um 21:00, er svo komið að ÍBV í Lengsta undirbúningstímabil í heimi
Stöð 2 Sport 2
Lögmál leiksins er á sínum stað klukkan 20:00
Stöð 2 Sport 5
Hinn leikur dagsins í 8-liða úrslitum er viðureign Íslandsmeistara Keflavíkur og nýliða Tindastóls og hefst útsending frá honum klukkan 18:50
Vodafone Sport
Tveir leikir í hafnabolta í MLB deildinni verða í beinni á Vodafone Sport. Klukkan 18:00 er það viðureign Brewers og Royals og klukkan 22:30 er það leikur Marlins og Mets