Þar heyrum við einnig frá Íslendingi í Bangkok, sem segir stöðuna í borginni afar þunga eftir jarðskjálftana í Mjanmar. Tala látinna í Mjanmar nálgast tvö þúsund, en nokkrir létust í Bangkok og unnið er að leit tuga sem saknað er í húsarústum.
Við segjum þá frá þrumuveðri sem margir íbúar höfuðborgarsvæðisins urðu varir við, og sundlaugargestir í Kópavogi þurftu að flýja. Eins heyrum við átakanlega sögu úkraínskra feðga, kynnum okkur áform um nýtt húsnæði viðbragðsaðila og heyrum umkvartanir Grindvíkinga um hvernig haldið er á málum þeirra.
Í sportpakkanum verður af nógu að taka. Leikurinn um titil Meistara meistaranna í karlaknattspyrnu fór fram síðdegis og eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum lætur engan bilbug á sér finna, þrátt fyrir að nálgast fertugt.