„Frábært að stela heimavellinum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2025 22:05 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Jón Gautur Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat leyft sér að brosa í leikslok eftir að hans konur tryggðu sér fimm stiga sigur í framlengdum leik gegn deildarmeisturum Hauka í fyrstu umferð átta liða úrslita Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld. „Í fljótu bragði fannst mér þetta spilast ágætlega fyrir okkur. Við vinnum þetta, en ég er eldri en tvívetra í þessu og ég veit að það að komast í 1-0 er ekki neitt,“ sagði Þorleifur í leikslok. „Það er frábært að stela heimavellinum, og við þurftum að gera það. Þetta var frábær karakter enn og aftur í mínum stelpum. Þær gáfust aldrei upp og héldu áfram. Það var smá panikk í fjórða leikhluta, en við náðum að róa þetta niður og setja fín skot.“ „En við þurfum að fara yfir mjög mikið því Haukarnir voru kannski ekki upp á sitt besta í dag. Þær voru ekki að setja skotin sín og þær munu ekki eiga annan svona leik. Við tökum sigrinum, en ég þarf að halda mínum stelpum á tánum og passa að þær fari ekki of hátt og við mætum klárar í leik númer tvö.“ Hann segir að nú sé mikilvægt fyrir liðið að halda ró sinni. „Við megum ekki panikka. Ég lagði upp með ákveðna hluti sem mér fannst við ekki gera vel. En ef við náum að taka meira frá þeim þá held ég að við náum meiri stjórn á leiknum.“ „Svo veit maður aldrei. Haukar eru með ógeðslega gott lið og það er erfitt að vinna þær. Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu, en ég sé bara mikilvæga hlutinn í þessu sem er að við þurfum að halda okkur á tánum og vera tilbúnar í leik númer tvö.“ Þrátt fyrir gleði Grindvíkinga í leikslok lenti liðið í áfalli snemma leiks. Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði liðsins, meiddist að því er virtist illa í 1. leikhluta og var borin af velli. „Eina sem sjúkraþjálfarinn sagði var að hann hélt að þetta væri mjög slæmt. En það þarf ekkert endilega að vera. Ég held að hún sé bara komin upp á slysó og við bíðum frétta af henni. Vonandi fyrir hana þá er þetta ekki alvarlegt, en þetta leit alls ekki vel út.“ Bæði lið misstu leikmenn af velli í kvöld, en auk Huldu virtist Daisha Bradford leika á annarri löppinni í lokaleikhlutanum og framlengingunni. Þá misstu Haukar Diamond Battles meidda af velli og þær Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir voru komnar með fimm villur á lokamínútunum. „Það er náttúrlega það leiðinlegasta við íþróttir þegar leikmenn eru að detta út. Maður vill bara að öll liðin séu fullmönnum og allt á fullu. Að bæði liðin geti bara komið með það sem þau hafa fram að færa. En þetta er bara körfubolti, þetta eru íþróttir, fólk meiðist og ef Hulda er meidd þá þurfum við bara að taka á því. Ég vona svo innilega ekki því hún hefur verið að standa sig vel. Þetta sökkar bara feitt,“ sagði Þorleifur að lokum. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Haukar Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
„Í fljótu bragði fannst mér þetta spilast ágætlega fyrir okkur. Við vinnum þetta, en ég er eldri en tvívetra í þessu og ég veit að það að komast í 1-0 er ekki neitt,“ sagði Þorleifur í leikslok. „Það er frábært að stela heimavellinum, og við þurftum að gera það. Þetta var frábær karakter enn og aftur í mínum stelpum. Þær gáfust aldrei upp og héldu áfram. Það var smá panikk í fjórða leikhluta, en við náðum að róa þetta niður og setja fín skot.“ „En við þurfum að fara yfir mjög mikið því Haukarnir voru kannski ekki upp á sitt besta í dag. Þær voru ekki að setja skotin sín og þær munu ekki eiga annan svona leik. Við tökum sigrinum, en ég þarf að halda mínum stelpum á tánum og passa að þær fari ekki of hátt og við mætum klárar í leik númer tvö.“ Hann segir að nú sé mikilvægt fyrir liðið að halda ró sinni. „Við megum ekki panikka. Ég lagði upp með ákveðna hluti sem mér fannst við ekki gera vel. En ef við náum að taka meira frá þeim þá held ég að við náum meiri stjórn á leiknum.“ „Svo veit maður aldrei. Haukar eru með ógeðslega gott lið og það er erfitt að vinna þær. Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu, en ég sé bara mikilvæga hlutinn í þessu sem er að við þurfum að halda okkur á tánum og vera tilbúnar í leik númer tvö.“ Þrátt fyrir gleði Grindvíkinga í leikslok lenti liðið í áfalli snemma leiks. Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði liðsins, meiddist að því er virtist illa í 1. leikhluta og var borin af velli. „Eina sem sjúkraþjálfarinn sagði var að hann hélt að þetta væri mjög slæmt. En það þarf ekkert endilega að vera. Ég held að hún sé bara komin upp á slysó og við bíðum frétta af henni. Vonandi fyrir hana þá er þetta ekki alvarlegt, en þetta leit alls ekki vel út.“ Bæði lið misstu leikmenn af velli í kvöld, en auk Huldu virtist Daisha Bradford leika á annarri löppinni í lokaleikhlutanum og framlengingunni. Þá misstu Haukar Diamond Battles meidda af velli og þær Þóra Kristín Jónsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir voru komnar með fimm villur á lokamínútunum. „Það er náttúrlega það leiðinlegasta við íþróttir þegar leikmenn eru að detta út. Maður vill bara að öll liðin séu fullmönnum og allt á fullu. Að bæði liðin geti bara komið með það sem þau hafa fram að færa. En þetta er bara körfubolti, þetta eru íþróttir, fólk meiðist og ef Hulda er meidd þá þurfum við bara að taka á því. Ég vona svo innilega ekki því hún hefur verið að standa sig vel. Þetta sökkar bara feitt,“ sagði Þorleifur að lokum.
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Haukar Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira