Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 09:03 Yassine Cheuko fer yfir málin með Antonela Roccuzzo, eiginkonu Messi, á leik Inter Miami. Lífvörðurinn hefur sagt að sér líði eins og einum af fjölskyldunni og að hann finni fyrir miklu trausti frá Messi. Getty/Megan Briggs Yassine Cheuko, hinn grjótharði lífvörður Lionels Messi, má ekki lengur passa upp á hann á leikjum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta. Frá því að Messi kom til Bandaríkjanna og hóf að spila fyrir Inter Miami árið 2023 þá hefur Cheuko verið til taks á öllum leikjum, tilbúinn að tækla fólk sem hleypur inn á völlinn til að komast í tæri við mögulega besta leikmann sögunnar. @espn He took off 😳 (via @Major League Soccer on Apple TV) #messi #futbol #soccer ♬ original sound - ESPN Þannig hefur Cheuko reglulega komist í fréttirnar fyrir að góma fólk sem ætlar að ná til Messi í miðjum leik en svoleiðis verður það ekki áfram. Cheuko greinir nefnilega frá því í þættinum House of Highlights að MLS-deildin sé búin að taka fyrir það að hann megi vera við völlinn og hlaupa inn á. „Þeir leyfa ekki lengur að ég sé á vellinum,“ segir Cheuko sem telur það augljós mistök vegna þess hve margir virðist sífellt ná að finna sér leið inn á völlinn. „Þetta er risavandamál hérna“ „Ég vann í sjö ár í frönsku deildinni og Meistaradeild Evrópu og í heild ruddust sex manns inn á völlinn. Eftir að ég kom til Bandaríkjanna, á tuttugu mánuðum, hafa nú þegar sextán manns komist inn á völlinn. Þetta er risavandamál hérna. Ég er ekki vandamálið. Leyfið mér að hjálpa Messi,“ segir Cheuko. „Ég elska MLS og CONCACAF en við verðum að vinna saman. Ég elska að hjálpa. Ég tel mig ekki betri en aðra en ég er með afar mikla reynslu úr Evrópu. En þetta er í lagi. Þeirra ákvörðun en ég held að við gætum gert betur,“ segir Cheuko. Eftir að hafa verið að glíma við meiðsli sneri Messi aftur til leiks í síðasta leik Inter Miami og skoraði þá í 2-1 sigri gegn Philadelphia Union eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann gæti spilað í 8-liða úrslitum CONCACAF Champions Cup á morgun, gegn LAFC. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Frá því að Messi kom til Bandaríkjanna og hóf að spila fyrir Inter Miami árið 2023 þá hefur Cheuko verið til taks á öllum leikjum, tilbúinn að tækla fólk sem hleypur inn á völlinn til að komast í tæri við mögulega besta leikmann sögunnar. @espn He took off 😳 (via @Major League Soccer on Apple TV) #messi #futbol #soccer ♬ original sound - ESPN Þannig hefur Cheuko reglulega komist í fréttirnar fyrir að góma fólk sem ætlar að ná til Messi í miðjum leik en svoleiðis verður það ekki áfram. Cheuko greinir nefnilega frá því í þættinum House of Highlights að MLS-deildin sé búin að taka fyrir það að hann megi vera við völlinn og hlaupa inn á. „Þeir leyfa ekki lengur að ég sé á vellinum,“ segir Cheuko sem telur það augljós mistök vegna þess hve margir virðist sífellt ná að finna sér leið inn á völlinn. „Þetta er risavandamál hérna“ „Ég vann í sjö ár í frönsku deildinni og Meistaradeild Evrópu og í heild ruddust sex manns inn á völlinn. Eftir að ég kom til Bandaríkjanna, á tuttugu mánuðum, hafa nú þegar sextán manns komist inn á völlinn. Þetta er risavandamál hérna. Ég er ekki vandamálið. Leyfið mér að hjálpa Messi,“ segir Cheuko. „Ég elska MLS og CONCACAF en við verðum að vinna saman. Ég elska að hjálpa. Ég tel mig ekki betri en aðra en ég er með afar mikla reynslu úr Evrópu. En þetta er í lagi. Þeirra ákvörðun en ég held að við gætum gert betur,“ segir Cheuko. Eftir að hafa verið að glíma við meiðsli sneri Messi aftur til leiks í síðasta leik Inter Miami og skoraði þá í 2-1 sigri gegn Philadelphia Union eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann gæti spilað í 8-liða úrslitum CONCACAF Champions Cup á morgun, gegn LAFC.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira