Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2025 16:12 Sigríður, Ingibjörg og Rósa gerðu allar að umtalsefni, í ræðum sínum, þá vá sem stæði nú fyrir dyrum með lokun Janusar endurhæfingar. En Alma Möller heilbrigðisráðherra bregst ekki við spurningum þeirra. vísir/samsett Í dagskrárliðnum störf þingsins brá svo við að þrjár þingkonur úr ólíkum flokknum gerðu allar að umtalsefni það að ríkið hafi slitið samningi sínum við Janus endurhæfingu. Þær töldu ljóst að Alma Möller heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin öll forðuðust umræðuefnið. Fullyrt var að engin skýr svör hafi borist frá ríkisstjórninni eða Ölmu Möller heilbrigðisráðherra þó eftir því hafi verið leitað, nú í mánuð. Upplýsingaóreiða um málefni Janusar Starfsfólki var tilkynnt um uppsagnirnar í síðustu viku eftir að ljóst var að ekki fengist fjármagn til að halda starfseminni áfram en Janus endurhæfing sinnir geðendurhæfingu ungs fólks á aldrinum 18-30 ára. Að sögn Kristínar Siggeirsdóttur, framkvæmdastjóra Janusar endurhæfingar, eru engin önnur úrræði til á Íslandi sem eru utan stofnana þar sem geðlæknir er í forsvari fyrir þverfaglegt teymi undir sama þaki. Húsnæðið og umhverfið vinnur með endurhæfingaferli einstaklingsins. Ekkert úrræði mun taka á móti þessum viðkvæma og jaðarsetta hópi með sama hætti. Sigríður Á. Andersen Miðflokki sagði að starfsemin hafi verið við lýði undanfarna áratugi en nú beri svo við að samningur verið ekki endurnýjaður. Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði upplýsingaóreiðu ríkja um málið.vísir/vilhelm „Eftir að hafa heimsótt þessa endurhæfingu finnst mér upplýsingaóreiða í gangi um þetta mál,“ sagði Sigríður. Hún sagði ekki liggja fyrir hvers vegna ríkið hefur hætt við að styðja þessa þjónustu. „Mér finnst skorta á skilning í velferðarnefnd, þar sem ég sit, að þingmenn hafi áhuga á að fá heilbrigðisráðherra á fund til að ræða þetta mál.“ Næst á eftir Sigríði í pontu var Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki, en hún hefur áður talað um þessi mál í sölum Alþingis. „Við munum hafa hátt“ Ingibjörg sagði kaldhæðnislegt að nú, á degi einhverfra, standi fólk frammi fyrir lokun Janusar endurhæfingu og engin sambærileg lausn sé tilbúin í staðinn. Janus gæti hins vegar sýnt fram á 56 prósenta árangur. Til stæði að flytja starfsemina til Virk þrátt fyrir að sérfræðingar hafi lýst því að þar væri ekki fyrir hendi þekking til að takast á við vandann sem við væri að etja. Ingibjörg Isaksen segir að ef ríkisstjórnin ætli að þegja um málið þá muni stjórnarandstaðan tala og hún muni tala hátt.vísir „Hún er ærandi þögn ríkisstjórnarinnar, stjórnarþingmenn sem hafa talað fyrir þessu málum þegja nú þunnu hljóði,“ sagði Ingibjörg. Hún sagðist ekki fá varist því að hér væri hugmyndafræðileg aðför að Janusi vegna þess að sú starfsemi einkarekin. Ingibjörg sagði fólk hafa reynt allt, en foreldrar væru nú örvæntingarfullir og hræddir um börn sín. Hver ber ábyrgð ef börn lenda milli skips og bryggju? „Ef ríkisstjórnin ætlar að þegja munum við tala. Og við munum hafa hátt,“ sagði Ingibjörg. Engin svör nú í meira en mánuð Sú þriðja sem vildi gera þetta að umtalsefni í ræðu sinni í Störfum þingsins var Rósa Guðbjartsdóttir Sjálfstæðisflokki. Rósa velti því fyrir sér hvort andstaðan við Janus grundvallaðist á hugmyndafræðilegri afstöðu; andstöðu við einkarekstur í heilbrigðisþjónustu.Vísir/HMP Hún vildi gera alvarlegar athugasemdir vegna þeirrar þungu stöðu sem upp væri komin. En hér væri um að ræða starfsemi sem snerti líf og heilsu tuga ungmenna. Rósa benti á að afar mismunandi þarfir væru sem Janus sinnti. „Við höfum ítrekað óskað eftir því, nú í rúman mánuð, að fá fram svör um málefni ungmenna með fjölþættan vanda, en án árangurs. Meirihluti nefndarinnar hafnaði þeirri ósk.“ Rósa viðraði einnig grunsemdir um að þetta snerist um andúð á einkareknum úrræðum í heilbrigðiskerfinu, líkt og Ingibjörg. „Ég neita að trúa því að þingmenn stjórnarflokkanna beri ekki hag þessa fólks fyrir brjósti,“ sagði Rósa. Og óttaðist verulegt bakslag. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Einhverfa Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Fullyrt var að engin skýr svör hafi borist frá ríkisstjórninni eða Ölmu Möller heilbrigðisráðherra þó eftir því hafi verið leitað, nú í mánuð. Upplýsingaóreiða um málefni Janusar Starfsfólki var tilkynnt um uppsagnirnar í síðustu viku eftir að ljóst var að ekki fengist fjármagn til að halda starfseminni áfram en Janus endurhæfing sinnir geðendurhæfingu ungs fólks á aldrinum 18-30 ára. Að sögn Kristínar Siggeirsdóttur, framkvæmdastjóra Janusar endurhæfingar, eru engin önnur úrræði til á Íslandi sem eru utan stofnana þar sem geðlæknir er í forsvari fyrir þverfaglegt teymi undir sama þaki. Húsnæðið og umhverfið vinnur með endurhæfingaferli einstaklingsins. Ekkert úrræði mun taka á móti þessum viðkvæma og jaðarsetta hópi með sama hætti. Sigríður Á. Andersen Miðflokki sagði að starfsemin hafi verið við lýði undanfarna áratugi en nú beri svo við að samningur verið ekki endurnýjaður. Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði upplýsingaóreiðu ríkja um málið.vísir/vilhelm „Eftir að hafa heimsótt þessa endurhæfingu finnst mér upplýsingaóreiða í gangi um þetta mál,“ sagði Sigríður. Hún sagði ekki liggja fyrir hvers vegna ríkið hefur hætt við að styðja þessa þjónustu. „Mér finnst skorta á skilning í velferðarnefnd, þar sem ég sit, að þingmenn hafi áhuga á að fá heilbrigðisráðherra á fund til að ræða þetta mál.“ Næst á eftir Sigríði í pontu var Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki, en hún hefur áður talað um þessi mál í sölum Alþingis. „Við munum hafa hátt“ Ingibjörg sagði kaldhæðnislegt að nú, á degi einhverfra, standi fólk frammi fyrir lokun Janusar endurhæfingu og engin sambærileg lausn sé tilbúin í staðinn. Janus gæti hins vegar sýnt fram á 56 prósenta árangur. Til stæði að flytja starfsemina til Virk þrátt fyrir að sérfræðingar hafi lýst því að þar væri ekki fyrir hendi þekking til að takast á við vandann sem við væri að etja. Ingibjörg Isaksen segir að ef ríkisstjórnin ætli að þegja um málið þá muni stjórnarandstaðan tala og hún muni tala hátt.vísir „Hún er ærandi þögn ríkisstjórnarinnar, stjórnarþingmenn sem hafa talað fyrir þessu málum þegja nú þunnu hljóði,“ sagði Ingibjörg. Hún sagðist ekki fá varist því að hér væri hugmyndafræðileg aðför að Janusi vegna þess að sú starfsemi einkarekin. Ingibjörg sagði fólk hafa reynt allt, en foreldrar væru nú örvæntingarfullir og hræddir um börn sín. Hver ber ábyrgð ef börn lenda milli skips og bryggju? „Ef ríkisstjórnin ætlar að þegja munum við tala. Og við munum hafa hátt,“ sagði Ingibjörg. Engin svör nú í meira en mánuð Sú þriðja sem vildi gera þetta að umtalsefni í ræðu sinni í Störfum þingsins var Rósa Guðbjartsdóttir Sjálfstæðisflokki. Rósa velti því fyrir sér hvort andstaðan við Janus grundvallaðist á hugmyndafræðilegri afstöðu; andstöðu við einkarekstur í heilbrigðisþjónustu.Vísir/HMP Hún vildi gera alvarlegar athugasemdir vegna þeirrar þungu stöðu sem upp væri komin. En hér væri um að ræða starfsemi sem snerti líf og heilsu tuga ungmenna. Rósa benti á að afar mismunandi þarfir væru sem Janus sinnti. „Við höfum ítrekað óskað eftir því, nú í rúman mánuð, að fá fram svör um málefni ungmenna með fjölþættan vanda, en án árangurs. Meirihluti nefndarinnar hafnaði þeirri ósk.“ Rósa viðraði einnig grunsemdir um að þetta snerist um andúð á einkareknum úrræðum í heilbrigðiskerfinu, líkt og Ingibjörg. „Ég neita að trúa því að þingmenn stjórnarflokkanna beri ekki hag þessa fólks fyrir brjósti,“ sagði Rósa. Og óttaðist verulegt bakslag.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Einhverfa Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira