Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar 6. apríl 2025 21:31 Í gamla daga tóku allir píptest. Þegar skólaíþróttir hétu leikfimi og það mátti líka kenna sund í 10. bekk og menntaskóla. Breyttir tímar og það allt. Sjálfum fannst mér gaman að hlaupa og taka píptest, en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að öðrum fannst það minna skemmtilegt. Einhverjir eru alltaf með hjartað í buxunum sama hvernig viðrar og aðrir við mismunandi aðstæður. Hornaföllin fara illa í suma. Stafsetning í aðra, og þar er ég meðtalinn. Ég held að væri samt ekki betur settur ef mér hefði verið gefinn afsláttur á að læra góða stafsetningu því ég var svo kvíðin fyrir stafsetningarprófum. Það hefur verið jafn vinsælt að tala niður píptest og skólasund síðustu ár. Umboðsmaður barna hefur líka látið sig málið varða. Þegar hann er ekki of upptekinn við að berjast fyrir réttindum barna til símanotkunar á skólatíma. Skiljanlega. Það er auðvelt að fella nokkrar pólitískar keilur og ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þetta gefur píptestinu þó gífurlega mikið vægi. Að það skuli búa gjaldfrjálst í hugum ákveðinna einstaklinga veldur mér áhyggjum. Ástæða þess að ég læt mig þetta varða er sú að þó ekki hafi verið notað píptest á mínum vinnustað (við notum aðlagað cooperpróf) eins lengi og ég hef verið þar hafa nemendur sem aldrei hafa tekið píptest komið inn til mín skelfingu lostnir og spurt ,, er Píptest í dag”. Þá spyr ég, hvaðan kemur þetta, og er það eðlilegt. En þá vil ég einnig nefna að komið hafa til mín nemendur, fullir eldmóð og spurt hvenær getum við tekið píptest. Þessi ótti má kannski rekja til upplifunar foreldra nemanda, af kennslu sem hitti ekki í mark. Neikvæðustu viðhorfunum er kannski bara gefið mest undir fótinn í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þennan ótta má skýra með prófum sem ekki var markvisst æft sig fyrir, tekið einu sinni á skólári og jafnvel eina mælingin sem gefið var einkunn fyrir. Sem er einstaklega óskilvirkt. Nemandinn sem tekur fullan þátt alla önnina, en á ekki möguleika á að bæta sig. Er þá furða að andstaðan við prófið sé eins og hún er? Stöðluð próf gera gang, og þau mega alveg vera krefjandi, en þau virka best þegar nemendur sjá ávinning í þeim, ekki bara sem einkunn í mentor. Og þá verður það vonandi eldmóðshvetjandi frekar en kvíðavaldandi Höfundur er SKÓLAíþróttakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Íþróttir barna Davíð Már Sigurðsson Grunnskólar Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gamla daga tóku allir píptest. Þegar skólaíþróttir hétu leikfimi og það mátti líka kenna sund í 10. bekk og menntaskóla. Breyttir tímar og það allt. Sjálfum fannst mér gaman að hlaupa og taka píptest, en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að öðrum fannst það minna skemmtilegt. Einhverjir eru alltaf með hjartað í buxunum sama hvernig viðrar og aðrir við mismunandi aðstæður. Hornaföllin fara illa í suma. Stafsetning í aðra, og þar er ég meðtalinn. Ég held að væri samt ekki betur settur ef mér hefði verið gefinn afsláttur á að læra góða stafsetningu því ég var svo kvíðin fyrir stafsetningarprófum. Það hefur verið jafn vinsælt að tala niður píptest og skólasund síðustu ár. Umboðsmaður barna hefur líka látið sig málið varða. Þegar hann er ekki of upptekinn við að berjast fyrir réttindum barna til símanotkunar á skólatíma. Skiljanlega. Það er auðvelt að fella nokkrar pólitískar keilur og ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þetta gefur píptestinu þó gífurlega mikið vægi. Að það skuli búa gjaldfrjálst í hugum ákveðinna einstaklinga veldur mér áhyggjum. Ástæða þess að ég læt mig þetta varða er sú að þó ekki hafi verið notað píptest á mínum vinnustað (við notum aðlagað cooperpróf) eins lengi og ég hef verið þar hafa nemendur sem aldrei hafa tekið píptest komið inn til mín skelfingu lostnir og spurt ,, er Píptest í dag”. Þá spyr ég, hvaðan kemur þetta, og er það eðlilegt. En þá vil ég einnig nefna að komið hafa til mín nemendur, fullir eldmóð og spurt hvenær getum við tekið píptest. Þessi ótti má kannski rekja til upplifunar foreldra nemanda, af kennslu sem hitti ekki í mark. Neikvæðustu viðhorfunum er kannski bara gefið mest undir fótinn í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þennan ótta má skýra með prófum sem ekki var markvisst æft sig fyrir, tekið einu sinni á skólári og jafnvel eina mælingin sem gefið var einkunn fyrir. Sem er einstaklega óskilvirkt. Nemandinn sem tekur fullan þátt alla önnina, en á ekki möguleika á að bæta sig. Er þá furða að andstaðan við prófið sé eins og hún er? Stöðluð próf gera gang, og þau mega alveg vera krefjandi, en þau virka best þegar nemendur sjá ávinning í þeim, ekki bara sem einkunn í mentor. Og þá verður það vonandi eldmóðshvetjandi frekar en kvíðavaldandi Höfundur er SKÓLAíþróttakennari
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar