Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 16:03 Ég mótmæli harðlega umfangsmiklum þéttingaráformum Reykjavíkurborgar í Grafarvogi. Hverfið er eitt það fjölmennasta í borginni og hefur frá upphafi verið skipulagt sem fjölskylduvænt lágreist úthverfi með nálægð við bæði ósnortna náttúru og manngerð útivistarsvæði. Hér ríkir öflug hverfisvitund og samhent samfélag sem ber umhyggju fyrir umhverfi sínu og nágrönnum. Fleiri íbúðir – en sömu innviðirnir Nú stendur til að fjölga íbúðum verulega innan þegar gróins og fullbyggðs hverfis – á kostnað lífsgæða þeirra sem þar búa nú þegar. Grunninnviðir eins og leik- og grunnskólar, samgöngur og félagsþjónusta anna varla þeim fjölda sem fyrir er, hvað þá þeim sem áformað er að bæta við. Foreldrar neyðast til að senda börn sín í leikskóla utan hverfis og fastir liðir í lífi fólks – eins og að komast til og frá vinnu – eru nú þegar hamlaðir af auknum umferðarþunga og veikburða samgönguinnviðum. Græn svæði eru ekki auðir reitir En það sem vegur þyngst er að dýrmæt græn svæði eru undir. Svæði sem gegna lykilhlutverki í daglegri heilsu og vellíðan íbúa – þar sem börn leika sér, fjölskyldur fara í göngutúra, íþróttir eru stundaðar og náttúran nýtur sín. Að taka þessi svæði undir byggð gengur gegn sjálfbærni, gegn lýðheilsu – og gegn öllu því sem Reykjavík vill standa fyrir sem borg fólksins. Samráð sem aldrei átti sér stað Þéttingaráformin hafa verið kynnt með afar takmörkuðum hætti og án raunverulegs samráðs við íbúa. Hátt í þúsund athugasemdir hafa nú þegar borist borginni – allar málefnalegar, vandaðar og vel rökstuddar. Engin þeirra snýst um að fólk sé „á móti breytingum“. Heldur um að þessi breyting – í þessu hverfi – sé ekki gerð af skynsemi eða í sátt við íbúa og umhverfi. Verndum grænu svæðin og andrými hverfanna Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg endurskoði áformin í heild sinni. Það þarf að virða sérstöðu Grafarvogs, vernda þau grænu svæði sem gera hverfið aðlaðandi og lífvænlegt, og leggja áherslu á að styrkja þá innviði sem þegar eru yfirkeyrðir. Aðeins þannig verður hægt að tryggja sjálfbæra og sanngjarna þróun – ekki bara fyrir íbúa Grafarvogs, heldur fyrir borgina í heild. Er þitt græna svæði næst? Höfundur er íbúi í Grafarvogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég mótmæli harðlega umfangsmiklum þéttingaráformum Reykjavíkurborgar í Grafarvogi. Hverfið er eitt það fjölmennasta í borginni og hefur frá upphafi verið skipulagt sem fjölskylduvænt lágreist úthverfi með nálægð við bæði ósnortna náttúru og manngerð útivistarsvæði. Hér ríkir öflug hverfisvitund og samhent samfélag sem ber umhyggju fyrir umhverfi sínu og nágrönnum. Fleiri íbúðir – en sömu innviðirnir Nú stendur til að fjölga íbúðum verulega innan þegar gróins og fullbyggðs hverfis – á kostnað lífsgæða þeirra sem þar búa nú þegar. Grunninnviðir eins og leik- og grunnskólar, samgöngur og félagsþjónusta anna varla þeim fjölda sem fyrir er, hvað þá þeim sem áformað er að bæta við. Foreldrar neyðast til að senda börn sín í leikskóla utan hverfis og fastir liðir í lífi fólks – eins og að komast til og frá vinnu – eru nú þegar hamlaðir af auknum umferðarþunga og veikburða samgönguinnviðum. Græn svæði eru ekki auðir reitir En það sem vegur þyngst er að dýrmæt græn svæði eru undir. Svæði sem gegna lykilhlutverki í daglegri heilsu og vellíðan íbúa – þar sem börn leika sér, fjölskyldur fara í göngutúra, íþróttir eru stundaðar og náttúran nýtur sín. Að taka þessi svæði undir byggð gengur gegn sjálfbærni, gegn lýðheilsu – og gegn öllu því sem Reykjavík vill standa fyrir sem borg fólksins. Samráð sem aldrei átti sér stað Þéttingaráformin hafa verið kynnt með afar takmörkuðum hætti og án raunverulegs samráðs við íbúa. Hátt í þúsund athugasemdir hafa nú þegar borist borginni – allar málefnalegar, vandaðar og vel rökstuddar. Engin þeirra snýst um að fólk sé „á móti breytingum“. Heldur um að þessi breyting – í þessu hverfi – sé ekki gerð af skynsemi eða í sátt við íbúa og umhverfi. Verndum grænu svæðin og andrými hverfanna Við krefjumst þess að Reykjavíkurborg endurskoði áformin í heild sinni. Það þarf að virða sérstöðu Grafarvogs, vernda þau grænu svæði sem gera hverfið aðlaðandi og lífvænlegt, og leggja áherslu á að styrkja þá innviði sem þegar eru yfirkeyrðir. Aðeins þannig verður hægt að tryggja sjálfbæra og sanngjarna þróun – ekki bara fyrir íbúa Grafarvogs, heldur fyrir borgina í heild. Er þitt græna svæði næst? Höfundur er íbúi í Grafarvogi
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar