Húsið stendur á sjávarlóð innst í rólegri botnlangagötu þar sem náttúran nýtur sín og óhindrað útsýni út á sjó. Lóði hússins er 1.258 fermetra eignarlóð sem liggur að sjó með skjólgóðu útisvæði og einstöku útsýni.
Á fasteignavef Vísis kemur fram að eignin sé aðeins sýnd samkvæmt samkomulagi í einkaskoðun. Þrívíddarmyndataka er aðgengileg fyrir áhugasama.
Í lýsingu kemur þó fram að í húsinu sé að finna fjölmörg herbergi, gufubað, vínherbergi, líkamsrækt. Hjónasvítan spannar alla efri hæðina en þar er einnig að finna bæði bað- og fataherbergi.
Á neðri hæð er spa með niðurgröfnum heitum potti og fjölnota rými sem er sagt geta nýst sem sjónvarpsstofu eða tómstundaherbergi.