BBC segir frá því að þessi ummæli forsetans hafi fallið skömmu eftir að Rússar gerði mannskæða árás á miðborg Sumy þar sem á fjórða tug almennra borgara lét lífið.
Forsetinn ræddi málið við blaðamenn í Hvíta húsinu í gærkvöldi og sagði meðal annars að það væri ekkert vit í því að hefja stríð við einhvern sem væri tuttugu sinnum öflugri en þú sjálfur, og vonast svo til þess að aðrir gefi þér vopn og varnarbúnað.
Trump fór þó víða og kenndi Vladímír Pútín Rússlandsforseta einnig um stríðið, sem og Joe Biden fyrrverandi Bandaríkjaforseta.
Fyrr um daginn hafði Trump sagt að árásin á Sumy hafi verið mistök, en hún er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið á almenna borgara á þessu ári. Rússar segja hinsvegar að um hernaðarlegt skotmark hafi verið að ræða og að sextíu úkraínskir hermenn hafi fallið.
Þeir hafa þó ekki fært sönnur fyrir þessari fullyrðingu sinni, en tvær skotflaugar lentu á háskólabyggingum og ráðstefnuhúsi í miðbæ Sumy.