Handbolti

Einar Þor­steinn hafði betur gegn Guð­mundi Braga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Einar Þorsteinn Ólafsson í treyju Hamburg en hann mun skipta yfir ti félagsins í sumar.
Einar Þorsteinn Ólafsson í treyju Hamburg en hann mun skipta yfir ti félagsins í sumar. HSV Hamburg

Fredericia vann 11 marka útisigur á Bjerringbro-Silkeborg í úrslitakeppni efstu deildar danska handboltans, lokatölur 25-36.

Um var að ræða fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni þar sem leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum. Efstu tvö liðin fara áfram í undanúrslit.

Leikur kvöldsins var ekki beint spennandi en munurinn var orðinn sex mörk í hálfleik, staðan þá 11-17. Sóknarleikur Bjerringbro-Silkebog skömminni skárri í síðari hálfleik en það dugði engan veginn til.

Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur í liði Bjerringbro-Silkeborg með fimm mörk. Hann gaf einnig tvær stoðsendingar. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Fredericia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×