Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 23. apríl 2025 22:00 Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðablik sigurinn í kvöld. vísir/diego Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti Stjörnunni í nágrannaslag á Kópavogsvelli þegar þriðja umferð Bestu deild karla hóf göngu sína. Það var í uppbótartíma sem fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðablik 2-1 sigur. Leikurinn fór heldur hægt af stað þar sem bæði lið voru svolítið að máta hvort annað. Stjarnan voru ögn hættulegri fyrstu mínúturnar þó án þess að skapa sér nein alvöru færi. Það dró til tíðinda á 28. mínútu þegar Breiðablik fékk hornspyrnu. Kristinn Steindórsson tók spyrnuna og Stjarnan átti í erfiðleikum með að koma boltanum frá. Boltinn barst á endum aftur til Kristins Steindórssonar sem var búin að koma sér inn á teig aftur og hann átti fast skot í jörðina og með smá viðkomu í Kjartani Má Kjartanssyni þá endaði boltinn í netinu. Eftir að Breiðablik náði forystunni sveiflaðist leikurinn svolítið í þeirra átt og þeir fóru að færa sig ofar á völlinn. Óli Valur Ómarsson var að skapa mikinn ursla fram á við fyrir Breiðablik en náði þó ekki að skora og Breiðablik fór með eins marks forskot inn í hálfleikinn. Stjarnan mætti með krafti út í seinni hálfleik og náði að jafna leikinn á 50. mínútu leiksins eftir frábæran undirbúning. Daníel Finns Matthíasson átti þá hárnákvæma sendingu innfyrir í hlaup fyrir Örvar Eggertsson sem kláraði færið sitt vel og allt orðið jafnt. Bæði lið fengu færi til þess að bæta við en inn vildi boltinn ekki fara. Breiðablik átti tvær tilraunir sem fóru í tréverkið. Fyrst var það Óli Valur sem átti tilraun sem fór í stöngina og síðar var það Tobias Thomsen sem átti skalla í slá. Það var svo í uppbótartíma þar sem fyrirliði Breiðabliks skoraði sigurmark leiksins með laglegu skoti fyrir utan teig alveg út við stöng eftir sendingu frá Arnóri Gauta Jónssyni. Breiðablik með dramatískan sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni 2-1. Atvik leiksins Leikurinn þurfti hetju og þá var það auðvitað fyrirliðinn sem steig upp fyrir sína menn og skoraði sigurmarkið með frábæru skoti alveg út við stöng óverjandi fyrir Árna Snær Ólafsson í marki Stjörnunnar. Stjörnur og skúrkar Óli Valur Ómarsson fór oft heldur illa með varnarmenn Stjörnunnar í kvöld. Óð í færum og í raun með ólíkindum að hann hafi ekki skorað í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson skellti á sig skikkjunni og fær því 'shout' hérna. Hann er frábær nánast alla leiki. Það kom ekki mikið úr Andra Rúnari í kvöld hjá Stjörnunni. Hefur átt flotta byrjun á mótinu en hitti ekki á sinn dag í kvöld. Sömu sögu má svo eiginlega segja um Emil Atlason en þeir voru ekki að koma sér í færin í kvöld. Dómararnir Elías Ingi Árnason hélt utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar voru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Bryngeir Valdimarsson. Þórður Þorsteinn Þórðarson var fjórði dómari. Heilt yfir fannst mér þetta bara þokkalega vel dæmdur leikur. Auðvitað hægt að taka saman eitt og eitt atriði en heilt yfir bara fínt. Stemingin og umgjörð Það var vel mætt í kvöld og flott stemning. Það var búið að kveikja upp í grillinu, veðrið var okkur hliðhollt og allt til alls. Viðtöl „Frábær endir og verðskuldað“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.vísir / PAWEL „Það var auðvitað mjög ljúft [Að sjá á eftir boltanum í netið frá Höskuldi] og búið að liggja í loftinu í langan tíma en þó þetta hefði endað 1-1 þá hefði ég verið ótrúlega ánægður með frammistöðuna og stoltur af liðinu,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Breiðablik fékk þó nokkur færi og áttu tilraunir í þverslá og stöng svo það var sætt að klára þetta á endum. „Það hefði verið mjög svekkjandi en ef þú gerir allt til þess að eiga skilið sigurinn þá getur þú alveg sætt þig við það þegar frammistaðan er svona góð. Þetta var frábær endir og verðskuldað,“ Halldór Árnason hrósaði frammistöðu síns liðs mikið en hvað var það sem Breiðablik gerði svona vel? „Þegar við erum svona kraftmiklir og aggresívir varnarlega þá smitast það út í sóknarleikinn sem var mjög effektívur. Við náðum að særa þá úr öllum áttum. Þegar þetta allt helst í hendur þá erum við mjög góðir. Það er þessi orka, hlaupageta, drifkraftur og vinnusemi sem er grunnurinn af þessu öllu saman“ „Enginn okkar ánægður með þessa niðurstöðu“ Jökull breytir liði sínu reglulega milli leikja.Vísir/Diego „Mjög svekkjandi. Ég hefði viljað fá meira út úr þessu en þetta og strákarnir vinna fyrir því,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Á köflum bæði seinnu hluta fyrri hálfleiks og líka í seinni þá lágu þeir aðeins á okkur en það er enginn okkar ánægður með þessa niðurstöðu“ Mörk breyta leikjum og kannski smá heppnis stimpill yfir fyrsta marki Breiðabliks sem breytir leiknum og leikurinn sveiflast í þeirra átt. „Það getur verið en þeir eru líka bara gott lið. Þeir ná tökum á leiknum og við náum tökum á leiknum, þetta bara sveiflast. Bæði lið pressuðu stíft og það var erfitt að spila eins og sást. Bæði lið fara svolítið mikið í langt, eðlilega. Ég veit ekki hvort að það hafi verið markið eða eitthvað annað en auðvitað bara eðlilegur gangur líka. Við þurfum bara að passa að halda betur í tökin þegar við erum með þau og mómentumið. Frábær fótboltaleikur fyrst og fremst,“ sagði Jökull I. Elísabetarson. Besta deild karla Breiðablik Stjarnan
Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti Stjörnunni í nágrannaslag á Kópavogsvelli þegar þriðja umferð Bestu deild karla hóf göngu sína. Það var í uppbótartíma sem fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðablik 2-1 sigur. Leikurinn fór heldur hægt af stað þar sem bæði lið voru svolítið að máta hvort annað. Stjarnan voru ögn hættulegri fyrstu mínúturnar þó án þess að skapa sér nein alvöru færi. Það dró til tíðinda á 28. mínútu þegar Breiðablik fékk hornspyrnu. Kristinn Steindórsson tók spyrnuna og Stjarnan átti í erfiðleikum með að koma boltanum frá. Boltinn barst á endum aftur til Kristins Steindórssonar sem var búin að koma sér inn á teig aftur og hann átti fast skot í jörðina og með smá viðkomu í Kjartani Má Kjartanssyni þá endaði boltinn í netinu. Eftir að Breiðablik náði forystunni sveiflaðist leikurinn svolítið í þeirra átt og þeir fóru að færa sig ofar á völlinn. Óli Valur Ómarsson var að skapa mikinn ursla fram á við fyrir Breiðablik en náði þó ekki að skora og Breiðablik fór með eins marks forskot inn í hálfleikinn. Stjarnan mætti með krafti út í seinni hálfleik og náði að jafna leikinn á 50. mínútu leiksins eftir frábæran undirbúning. Daníel Finns Matthíasson átti þá hárnákvæma sendingu innfyrir í hlaup fyrir Örvar Eggertsson sem kláraði færið sitt vel og allt orðið jafnt. Bæði lið fengu færi til þess að bæta við en inn vildi boltinn ekki fara. Breiðablik átti tvær tilraunir sem fóru í tréverkið. Fyrst var það Óli Valur sem átti tilraun sem fór í stöngina og síðar var það Tobias Thomsen sem átti skalla í slá. Það var svo í uppbótartíma þar sem fyrirliði Breiðabliks skoraði sigurmark leiksins með laglegu skoti fyrir utan teig alveg út við stöng eftir sendingu frá Arnóri Gauta Jónssyni. Breiðablik með dramatískan sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni 2-1. Atvik leiksins Leikurinn þurfti hetju og þá var það auðvitað fyrirliðinn sem steig upp fyrir sína menn og skoraði sigurmarkið með frábæru skoti alveg út við stöng óverjandi fyrir Árna Snær Ólafsson í marki Stjörnunnar. Stjörnur og skúrkar Óli Valur Ómarsson fór oft heldur illa með varnarmenn Stjörnunnar í kvöld. Óð í færum og í raun með ólíkindum að hann hafi ekki skorað í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson skellti á sig skikkjunni og fær því 'shout' hérna. Hann er frábær nánast alla leiki. Það kom ekki mikið úr Andra Rúnari í kvöld hjá Stjörnunni. Hefur átt flotta byrjun á mótinu en hitti ekki á sinn dag í kvöld. Sömu sögu má svo eiginlega segja um Emil Atlason en þeir voru ekki að koma sér í færin í kvöld. Dómararnir Elías Ingi Árnason hélt utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar voru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Bryngeir Valdimarsson. Þórður Þorsteinn Þórðarson var fjórði dómari. Heilt yfir fannst mér þetta bara þokkalega vel dæmdur leikur. Auðvitað hægt að taka saman eitt og eitt atriði en heilt yfir bara fínt. Stemingin og umgjörð Það var vel mætt í kvöld og flott stemning. Það var búið að kveikja upp í grillinu, veðrið var okkur hliðhollt og allt til alls. Viðtöl „Frábær endir og verðskuldað“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.vísir / PAWEL „Það var auðvitað mjög ljúft [Að sjá á eftir boltanum í netið frá Höskuldi] og búið að liggja í loftinu í langan tíma en þó þetta hefði endað 1-1 þá hefði ég verið ótrúlega ánægður með frammistöðuna og stoltur af liðinu,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Breiðablik fékk þó nokkur færi og áttu tilraunir í þverslá og stöng svo það var sætt að klára þetta á endum. „Það hefði verið mjög svekkjandi en ef þú gerir allt til þess að eiga skilið sigurinn þá getur þú alveg sætt þig við það þegar frammistaðan er svona góð. Þetta var frábær endir og verðskuldað,“ Halldór Árnason hrósaði frammistöðu síns liðs mikið en hvað var það sem Breiðablik gerði svona vel? „Þegar við erum svona kraftmiklir og aggresívir varnarlega þá smitast það út í sóknarleikinn sem var mjög effektívur. Við náðum að særa þá úr öllum áttum. Þegar þetta allt helst í hendur þá erum við mjög góðir. Það er þessi orka, hlaupageta, drifkraftur og vinnusemi sem er grunnurinn af þessu öllu saman“ „Enginn okkar ánægður með þessa niðurstöðu“ Jökull breytir liði sínu reglulega milli leikja.Vísir/Diego „Mjög svekkjandi. Ég hefði viljað fá meira út úr þessu en þetta og strákarnir vinna fyrir því,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Á köflum bæði seinnu hluta fyrri hálfleiks og líka í seinni þá lágu þeir aðeins á okkur en það er enginn okkar ánægður með þessa niðurstöðu“ Mörk breyta leikjum og kannski smá heppnis stimpill yfir fyrsta marki Breiðabliks sem breytir leiknum og leikurinn sveiflast í þeirra átt. „Það getur verið en þeir eru líka bara gott lið. Þeir ná tökum á leiknum og við náum tökum á leiknum, þetta bara sveiflast. Bæði lið pressuðu stíft og það var erfitt að spila eins og sást. Bæði lið fara svolítið mikið í langt, eðlilega. Ég veit ekki hvort að það hafi verið markið eða eitthvað annað en auðvitað bara eðlilegur gangur líka. Við þurfum bara að passa að halda betur í tökin þegar við erum með þau og mómentumið. Frábær fótboltaleikur fyrst og fremst,“ sagði Jökull I. Elísabetarson.