Enski boltinn

Snýr aftur eftir lungna­bólguna

Sindri Sverrisson skrifar
Eddie Howe getur nú stýrt Newcastle á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig af lungnabólgu.
Eddie Howe getur nú stýrt Newcastle á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig af lungnabólgu. Getty

Knattspyrnustjórinn Eddie Howe hefur misst af síðustu þremur leikjum Newcastle en snýr nú aftur til starfa eftir sjúkrahúsdvöl vegna lungnabólgu.

Þetta staðfestir félagið á Twitter-síðu sinni og þakkar stuðningsmönnum fyrir hlýjar kveðjur til stjórans.

Howe var lagður inn á sjúkrahús 11. apríl og degi síðar var tilkynnt að hann yrði ekki við stjórnvölinn í heimaleiknum við Manchester United.

Aðstoðarstjórinn Jason Tindall og þjálfarinn Graeme Jones fylltu í skarðið fyrir Howe og þurftu að gera það í þremur leikjum.

Liðið byrjaði á að vinna United af öryggi, 4-1, vann svo 5-0 stórsigur á Crystal Palace en tapaði loks 4-1 fyrir Aston Villa um helgina.

Stuðningsmenn Newcastle hafa sýnt Eddie Howe stuðning í veikindunum.Getty/James Gill

Newcastle, sem mætir næst Ipswich á St James‘ Park á laugardaginn, situr nú í 5. sæti úrvalsdeildarinnar en fimm efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×