Fótbolti

Frestað vegna and­láts sjúkra­þjálfarans

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórir Jóhann er leikmaður Lecce. Hann hefur komið sterkur inn í lið þeirra eftir áramót.
Þórir Jóhann er leikmaður Lecce. Hann hefur komið sterkur inn í lið þeirra eftir áramót. Gabriele Maricchiolo/NurPhoto via Getty Images

Leik Atalanta og Lecce, liðs Þóris Jóhanns Helgasonar, í efstu deild ítalska fótboltans hefur verið frestað um tvo daga eftir andlát sjúkraþjálfara Lecce.

Reuters greinir frá. Þar segir að leikur liðanna sem fram átti að fara í dag, föstudag, hefur verið frestað til sunnudags vegna andláts Graziano Fiorita. Hafði hann starfað fyrir Lexxe í meira en tvo áratugi.

Hann lést óvænt þegar liðið var í æfingaferð í Coccaglio. Liðið hélt samstundis heim og hefur leiknum verið frestað um tvo daga.

Atalanta er í 3. sæti Serie A á meðan Lecce er í 17. sæti með 26 stig, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Þórir Jóhann hefur komið við sögu í 16 leikjum og lagt upp fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×