Enski boltinn

Meistara­deildar­draumur For­est að breytast í mar­tröð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var gaman hjá leikmönnum Brentford í kvöld.
Það var gaman hjá leikmönnum Brentford í kvöld. Nick Potts/Getty Images

Brentford sótti Nottingham Forest heim í Skírisskóg í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Gestirnir unnu góðan útisigur og eftir þrjú töp í síðustu fjórum leikjum eru vonir Forest-manna um að komast í Meistaradeild Evrópu að renna út í sandinn.

Fyrri hálfleikurinn var stál í stál og alls höfðu fimm gul spjöld farið á loft þegar Brentford komst yfir þegar aðeins ein mínúta var til hálfleikshlésins. Nathans Collins fann þá Kevin Schade eftir hornspyrnu og þýski miðjumaðurinn skilaði knettinum í netið.

Tvö gul spjöld til viðbótar höfðu farið á loft þegar Mark Flekken, markvörður gestanna, sendi langan bolta fram á Yoane Wissa sem gerði sér lítið fyrir og tvöfaldaði forystuna þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. 

Nottingham Forest er í 6. sæti með 60 stig, tveimur stigum á eftir Newcastle United í 3. sætinu þegar fjórar umferðir eru eftir. Brentford er í 11. sæti með 49 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×