Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Hjörvar Ólafsson skrifar 5. maí 2025 21:16 Valur - Víkingur Besta Deild Karla Vor 2025 vísir/Diego Víkingur lagði Fram að velli, 3-2, þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Heimavalli hamingjunnar í Fossvoginum í kvöld. Davíð Örn Atlason kom Víkingi yfir tæplega 20 mínútna leik en Davíð Örn skallaði þá hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar inn í autt markið eftir að Niko Hansen framlengdi boltann til hans á fjærstöngina. Um það bil tíu mínútum síðar var Erlingur Agnarsson svo búinn að tvöfalda forystu Víkings. Helgi Guðjónsson, sem spilaði aftur í vinstri bakvarðarstöðunni, fékk þá mikinn tíma til að athafna sig og kom með góða fyrirgjöf sem Erlingur kláraði af stakri prýði. Vuk Oskar Dimitrijevic kom svo Fram aftur inn í leikinn með marki á 37. mínútu leiksins. Frammarar áttu þá flotta sókn upp hægri vænginn og boltinn endaði hjá Magnúsi Inga Þórðarsyni sem renndi boltanum á Vuk Oskari. Skot Vuks Oskars endaði í netinu og allt galopið fyrir seinni hálfleikinn. Gylfi Þór Sigurðsson opnaði svo markareikning í Víkingstreyjunni í Bestu-deildinni þegar hann kom Víkingi í 3-1 um stundarfjórðungi fyir lok venjulegs leiktíma. Viktor Örlygur Andrason, sem átti góða innkomu af varamannabekknum, skar þá boltann niður á Gylfa Þór sem kom sér í betri stöðu með fumlausri snertingu. Gylfi Þór slúttaði svo með hnitmiðuðu skoti. Róbert Hauksson sem kom inná sem varamaður hleypti síðan spennu í uppbótartíma leiksins með því að skalla fyrirgjöf Kennie Chopart í netið í byrjun uppbótartímans sem var níu mínútur. Lengra komust Frammarar ekki og 3-2 sigur Víkings staðreynd. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram
Víkingur lagði Fram að velli, 3-2, þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Heimavalli hamingjunnar í Fossvoginum í kvöld. Davíð Örn Atlason kom Víkingi yfir tæplega 20 mínútna leik en Davíð Örn skallaði þá hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar inn í autt markið eftir að Niko Hansen framlengdi boltann til hans á fjærstöngina. Um það bil tíu mínútum síðar var Erlingur Agnarsson svo búinn að tvöfalda forystu Víkings. Helgi Guðjónsson, sem spilaði aftur í vinstri bakvarðarstöðunni, fékk þá mikinn tíma til að athafna sig og kom með góða fyrirgjöf sem Erlingur kláraði af stakri prýði. Vuk Oskar Dimitrijevic kom svo Fram aftur inn í leikinn með marki á 37. mínútu leiksins. Frammarar áttu þá flotta sókn upp hægri vænginn og boltinn endaði hjá Magnúsi Inga Þórðarsyni sem renndi boltanum á Vuk Oskari. Skot Vuks Oskars endaði í netinu og allt galopið fyrir seinni hálfleikinn. Gylfi Þór Sigurðsson opnaði svo markareikning í Víkingstreyjunni í Bestu-deildinni þegar hann kom Víkingi í 3-1 um stundarfjórðungi fyir lok venjulegs leiktíma. Viktor Örlygur Andrason, sem átti góða innkomu af varamannabekknum, skar þá boltann niður á Gylfa Þór sem kom sér í betri stöðu með fumlausri snertingu. Gylfi Þór slúttaði svo með hnitmiðuðu skoti. Róbert Hauksson sem kom inná sem varamaður hleypti síðan spennu í uppbótartíma leiksins með því að skalla fyrirgjöf Kennie Chopart í netið í byrjun uppbótartímans sem var níu mínútur. Lengra komust Frammarar ekki og 3-2 sigur Víkings staðreynd.
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn