Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen sá framfaraskref á frammistöðu Víkings. 
Sölvi Geir Ottesen sá framfaraskref á frammistöðu Víkings.  Vísir /Diego

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var létt að hafa siglt sigri í höfn gegn Fram í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. Sölva Geir fannst sigurinn óþarflega naumur miðað vði gang leiksins.  

„Mér fannst við ná að stýra leiknum betur en við höfum verið að gera í sumar þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við fengum góðar stöður og fín færi til þess að bæta við fleiri mörkum og mér fannst við átt að leiða með stærri mun í hálfleik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, að leik loknum.

„Við settum Gylfa Þór aðeins framar á völlinn og hann komst meira í boltann en hann hefur verið að gera. Gylfi Þór leiðir með fordæmi sínu með dugnaði sínum og hlaupum og það er frábært að fylgjast með honum. Hann sýndi svo gæði sem hann hefur upp á að bjóða í markinu sem hann skoraði,“ sagði Sölvi Geir enn fremur.

„Þeir komust meira inn í leikinn í seinni hálfleik og náðu að skapa hættu þegar þeir tóku sjénsinn með því að fara framar á völlinn. Þetta var óþarflega taugatrekkjandi undir lokin en sem betur náðum við ða landa sigrinum sem mér fannst við klárlega eiga skilinn,“ sagði hann.

Ingvar Jónsson fór meidur af velli undir lok leiksins en Sölvi Geir telur meiðslin ekki vera alvarleg: „Ég held að þetta séu ekki alvarleg meiðsl án þess þó að vera viss. Vonandi verður hann búinn að jafna sig fyrir næsta leik,“ sagði þjálfari Víkingsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×