Innlent

Grunur um frelsis­sviptingu í mið­bænum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Meint frelsissvipting er sögð hafa átt sér stað í hverfi 101, sem er í miðbænum. Myndin er úr safni.
Meint frelsissvipting er sögð hafa átt sér stað í hverfi 101, sem er í miðbænum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöld eða nótt einstakling sem er grunaður um frelsissviptingu og líkamsárás í miðborg Reykjavíkur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, en þar eru ekki gefnar upp frekari upplýsingar um málið, nema að málið sé í rannsókn.


Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.


Í Garðabæ var tilkynnt um slagsmál í strætóskýli, en fram kemur að bæði gerandi og brotaþoli voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um ónæði frá ungmennum sem eru sögð hafa verið að sparka í útidyrahurðir fólks í hverfinu.

Tilkynnt var um árekstur í Árbæ, og „afstungu“, sem mun þýða að ökumaður hafi komið sér af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×