Innlent

Njósnari sér að sér og synt í kring um Ís­land

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins.

Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi eigandi njósnafyrirtækisins PPP,  segist hafa haft fullan aðgang og getað meðhöndlað öll gögn hjá sérstökum saksóknara og lögreglu á meðan hann starfaði fyrir þrotabú og slitastjórnir. Þetta hafi hann gert með vitund sérstaks saksóknara og lögreglu. Ítarlegt viðtal við Jón Óttar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian mætti fyrir dóm í París í dag þar sem hún bar vitni gegn mönnum sem rændu hana árið 2016. Hún segist hafa óttast um líf sitt og limi. 

Í kvöldfréttunum hittum við á djarfan sundkappa, sem ætlar að synda hringinn í kring um Ísland á næstu vikum og við verðum í beinni frá Basel í Sviss þar sem Væb-bræður stíga fyrstir á svið í fyrri undankeppni Eurovisio í kvöld.

Í íþróttafréttum verður fjallað um  hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild kvenna í körfubolta, sem fer fram í Ólafssal í kvöld. Og í Íslandi í dag hittir Kristján Már Unnarsson einn áhrifamesta mann íslenska fluggeirans á bak við tjöldin. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 13. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×