Sungu á fyrsta formlega fundi sínum saman
Kristrún, Þorgerður og Inga gáfu ekki færi á viðtali fyrir fundinn en hann er nú hafinn. Þær lofuðu viðtölum eftir fundinn. Á meðan ljósmyndarar mynduðu þær sungu þær saman „Við stöndum þétt saman og snúum bökum saman,“ úr lagi Stuðmanna.