Ísland í dag - „Var mikið alið upp í mér að ef maður getur gert eitthvað á maður að gera það“

Haraldur Þorleifsson vakti mikla athygli þegar hann ákvað að skattar af milljarðasölu alþjóðlegs fyrirtækis sem hann rak í Bandaríkjunum skyldu greiddir á Íslandi. Halli vildi með því styrkja íslenskt velferðarsamfélag sem studdi við hann þegar hann var sjálfur að vaxa úr grasi. Þá hefur Halli einnig vakið athygli fyrir átakið Römpum upp Reykjavík þar sem hann stóð fyrir því að hjólastólaaðgengi var stórbætt í miðborginni. Við ræðum við Halla í Íslandi í dag í kvöld og fáum að heyra af fleiri verkefnum sem hann hefur ákveðið að nota fjármagn sitt og tíma í en eitt af því er til dæmis kaffihús til heiðurs móður hans, Önnu Jónu, en hún lést í bílslysi þegar Halli var einungis 11 ára gamall.

13402
11:41

Vinsælt í flokknum Ísland í dag