Sjálfstætt fólk - Edda Þórarinsdóttir

Eddu Þórarinsdóttur leik- og söngkona sló í gegn á sínum tíma með tríóinu Þrjú á palli og varð í einu vetvangi "heimsfræg" á Íslandi. Og Edda er enn að. Um þessar mundir syngur hún ásamt félögum sínum í Þjóðleikhúsinu, verk sem hún hefur samið um Jörund hundadagakonung og uppreisn hans á Íslandi sem reyndar stóð ekki nema í nokkrar vikur. Ævi Eddu hefur einkennst af miklum sorgum og miklum sigrum. Sonur hennar Fróði sem var vinsæll tónlistarmaður í dauðarokksveitinni Sororicide, lést úr krabbameini aðeins tvítugur að aldri og uppúr missinum skildu þau hjónin hún og Finnur Torfi Stefánsson tónskáld og alþingismaður. Nokkrum árum áður hafði hún fallið í stiga og fékk slíkt högg að hún varð mállaus um tíma. Úr Sjálfstæðu fólki á Stöð 2.

9986
02:21

Vinsælt í flokknum Sjálfstætt fólk