Bóndinn sem lék með Man. Utd.

Kúabóndi í Húnavatnssýslu er eini Íslendingurinn sem leikið hefur með aðalliði Manchester United. Axel Rúnar Guðmundsson á Valdarási í Fitjárdal segir frá þessu ævintýri sínu í þættinum „Um land allt“ þegar sóknarpresturinn á Tjörn á Vatnsnesi, séra Róbert Jack, í gegnum vinskap sinn við knattspyrnugoðið Sir Matt Busby, fékk að koma með Rúnar til æfinga hjá enska stórliðinu sumarið 1986. Þeir Kristján Már Unnarsson og Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður skoðuðu með Rúnari lítið safn sem Róbert Jack, sonur prestsins, hefur komið á fót í kastalaturni á Geitafelli á Vatnsnesi til minningar um sérstök tengsl föður síns við enska og skoska knattspyrnu.

30176
40:31

Vinsælt í flokknum Um land allt