Þrír leikir spilaðir í Olís deildinni í kvöld
Þrír leikir eru á dagskrá í Olís deild karla í handbolta í kvöld, í Safamýrinni tók Fram á móti ÍBV. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur þar sem Sigtryggur Daði Rúnarsson fór fyrir sínum mönnum með 6 mörk á fyrstu 13 mínútum, ÍBV leiddi þá 12-9, Fram náði áhlaupi og komst í forystu, leikurinn var jafn áður en flautað var til hálfleiks en staðan þá 15-17.