Mjög mikið ekið á búfé á Suðurlandi
Varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af því hve oft er ekið á búfé í umdæminu. Á árunum 2014 til 2024 var ekið 1550 sinnum á búfé, einkum sauðfé, sem þurfti alla jafna að fella og olli tjóni á ökutækjum.